21.10.09

Úff maður, sjitt!
Þetta facebook tekur allan frítíma sem maður hefur í nethangsi, þ.a.l. hef ég ekki skrifað eitt aukatekið orð hérna í langan tíma. Kannski er ég bara að brenna út eins og lítið jólaljós í svartasta skammdeginu.

En mér fannst þó ástæða að deila því með ykkur að nakta, feita, nágrannakonan sem gengur um íbúðina sína og kreistir brjóstin á sér, á kærasta. Hann er líka oft nakinn, og jafnframt er hann feitur. Þau eru bæði afar ljós á hörund, svona svolítið eins og nýböðuð svín.
Áðan var kærastinn að koma úr baði. Hann var að sjálfsögðu nakinn. Hann fór að klæða sig í fötin.
Um leið og þetta gerist þá kemur nágranninn á hæðinni fyrir ofan hann einnig úr baði. Hann er svertingi. Hann er vöðvastæltur. Stinnur líkami hans glansaði í síðustu sólargeislum þessa blessaða dags.
Mér þótti þetta athygliverð sjón.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er greinilega meira spennandi útsýni hjá þér þarna í útlandinu en hjá mér í Norðurmýrinni. Sé stundum kött þegar ég er heppin.

Steinunn Þóra

Stefán Arason sagði...

Ég væri alveg til í að sjá kött. En ekki kött OG nakta nágrannan.

Daníel Arason sagði...

It's alive ...... and blogging!

Stefán Arason sagði...

Stórfurðulegur kaupfélagsstjóri!