26.1.09

Tónelskan
Stundum verð ég afar hugfanginn af suhttp://www.blogger.com/img/blank.gifmum lögum, eða lagstúfum. Vonandi kannist þið sjálf við þetta. Ég líki þessu við þráhyggju, lagið er eitthvað sem límist á þig, og þú getur ekki annað en raulað lagið, og þótt það gott. Það veitir þér ákveðna fróun (gaman að nota þetta orð, fróun).
Þegar ég var lítill þá leið mér svona þegar ég heyrði titilstefið úr Dallas. Þegar ég varð eldri þá var það titilstefið úr Derrick, þeas. þegar það gekk yfir í 3/4 kaflann. Og svo náttúrulega Vals nr.1 (Hildur, dönskukennslan á laugardögum) eftir Magnús Eiríksson. Merkilegt nokk eru þetta allt saman lög úr sjónvarpinu. Enn eitt dæmið er lagið "Oh, what a beutiful morning" úr Oklahoma.
Það er eflaust hægt að finna einhverja tónfræðilega skýringu á þessu, en ég hef hana ekki á reiðum höndum, þrátt fyrir að hafa lokið 4. ári í tónfræði frá Det Jyske Musikkonservatorium.
En hvað um það. Lagið sem ég get ekki hætt að raula, og er orðin fíkill á, er hér hlekkjað fyrir neðan. Það er eitthvað við þetta tungumál, norskuna, og garðálfa og mjaltakonur, sem gerir það að verkum að ég er aljgörlega "húkt".
Njótið!
E-Ora

1 ummæli:

Björn sagði...

Úúú-ið hjá Israel Kamakawiwo'ole í What a wonderful world, Raindrops keep falling on my head og tríósamspilið í Transblucency eftir Duke Ellington hafa límst hjá mér.

Myndbandið við norska lagið er alveg kapítuli útaf fyrir sig :)