8.1.09

Gleðilegt nýtt ár!
...og ég óska ykkur alls góðs á komandi ári.

Í gær fór ég að sjá og heyra óperusýninguna Wozzeck. Tónskáldið Alban Berg, bróðir Antons, samdi óperuna (tónlist og líbrettó) á fyrri hluta síðustu aldar, og má segja að manninum tókst einstaklega vel til. Að mínu mati er þetta afar vel "tæmuð" ópera, þar sem hlutirnir fá þann tíma sem þeir þurfa, og ekki sekúndu meira. Og einnig finnst mér framvindan í tónlistinni ótrúlega vel tímasett. Þegar maður heldur að nú sé tónskáldið búið að kynna það sem koma skal, þá heldur tónlistin áfram að endurnýja sig.
Uppsettningin var einnig afar góð í alla staði. Leikur, búningar, sviðsmynd, allt! var eins og ópera á að vera.
Merkilegt að koma út eftir svona hörmulega sögu sem Wozzeck er, með bros allan hringinn. Þessar 329 kr sem ég borgaði fyrir miðann var vel eytt.

Framundan á þessu ári er bara músík og músík. Þann 1. feb spila ég tvær Kyndelmisse guðsþjónustur, sem er svona tónlistarmessa með upplestri úr biblíunni. Í lok febrúar fer svo Staka, kórinn sem ég stjórna (www.staka.dk), í tónleikaferð til Íslands. Og í marz förum við svo til Stokkhólms á kóramót.
Páskarnir verða örugglega hlaðnir kirkjuvinnu. Í vor höldum við í Stöku vortónleika, eins og passar svo vel á vorin, og í sumar ætlar gamli kórinn minn frá Árósun, Århus Universitetskor, að fara í tónleikaferð til Íslands, og syngja tónlist eftir mig. Sennilega fer ég með. Ég held meira að segja að þau séu að vinna að geislaplötu sem einvörðungu mun innihalda tónlist eftir mig.
Annað á þessu ári er alls ekki planað, svo ég hlakka til að sjá hvað þetta herrans ár 2009 mun bera sér í skauti.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gleðilegt ár!

Nafnlaus sagði...

Wozzeck er æði!