Brauðstrit
Þann 1. desember byrjaði ég í nýrri vinnu. Nú er ég organisti í Skógvegskirkjunni (Skovvejskirken) í Ballerup (Rasskinnaþorp eða Ballarbú). Kirkjan mín er ein af tvemur í Ballerupsókn. Hin er að sjálfsögðu Ballerupkirke, sem er eldgömul kirkja, með kalkmálverkum eins og þessar gömlu kirkjur hafa. Kirkjan "mín" er ný af nálinni, og líður mér bara ágætlega þar. Svo hef ég skrifstofu í Prestbýlinu, sem liggur við hliðina á Ballerupkirkju.
Það tekur mig c.a. 40 mín að komast í vinnuna, sem er sami tími og það tók mig að komast í gömlu vinnuna mína í Bellahøj (Fagrahæð), svo ég er bara vel sáttur við allt og alla. Hérna í Ballerup er meira að segja rólegheit og fuglasöngur.
6 ummæli:
Fara kirkjubekkirnir í Þjóhnappaþorpi (er hrikalega stolt af þessari þýðingu minni) betur með sitjandan en kirkjubekkir almennt?
Steinunn Þóra
FRÁBÆR þýðing! Takk Steinunn.
Það eru engir bekkir í kirkjunni, bara stólar. En þeir eru afar þjóhnappavænir, því þeir hafa setur sem er reyrð saman, og það örvar sennilega blóðflæðið út í hnappana, og öll appelsínuhúð ætti að sléttast út...gæti ég trúað!
Ég fylgist með málinu, og spyr einhverntímann einhverja gömlu konuna, sem kemur oft í kirkju, hvort ég megi sjá hennar hnappa.
Ég fylgist spennt með.
Steinunn Þóra
hei, ég held ég hafi komið í þessa kirkju :D
Af hverju í ósköpunum hefurðu verið í þessari kirkju, Hildigunnur???
Var annars áðan að hlusta á ansi fínar útsetningar eftir þig hjá Íslenska Kvennakórnum í Kaupmannahöfn. Fínt fínt.
mig minnir endilega að Koncertforeningens Kor hafi haldið þarna tónleika einu sinni.
Takk takk, annars :)
Skrifa ummæli