30.8.08


Sósa
Elskulegur bróðir minn var í heimsókn fyrir c.a. viku síðan. Við höfðum í nægu að snúast, en gáfum okkur þó tíma til að borða góðan mat, að sjálfsögðu. Eitt kvöldið gerði bróðir minn, sem er ágætis kokkur, bearnaise sósu með grillmatnum. Tókst bara ágætlega, allavega í bragðlega hlutanum.
Í kvöld var svo röðin komin að mér að prófa þessa list, og má með sanni segja að ég hafi afsannað máltækið "æfingin skapar meistarann". Sósan var fullkomin, allavega að okkar mati.

Eins og þið sjáið þá er ég ekki alveg dauður með þetta blogg, látum okkur sjá hvað setur.