11.5.08

Próf
Á föstudaginn fór ég í kórstjórnarpróf. Ég fékk hæstu einkun. Slíka einkun hef ég aldrei áður fengið í heiðarlegu fagi, bara í fögum sem gáfu einkun eftir mætingarskyldu oþh. Tja...kannski fékk ég eina "tíu" í mínum einasta eðlisfræði áfanga.
En allaveganna.
Að fá hæstu einkun í þessu fagi, í þessum skóla (Kirkjutónlistarskóli Sjálands), er eins og að fá bara ágætis einkun í venjulegum skóla, því flestir sem þreyttu þetta próf höfðu aldrei sungið í kór, né horft á kóræfingu. Ég hef nánast ekki gert annað undanfarin 2 árin en að stjórna kórum.
Svo talan 12 var ekki hæsta einkun í mínum huga. Allt er afstætt.

Beztu kveðjur frá Mont Monterí "Monti" Montmontssyni.

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

græsiregt til hamingju ;D

Stefán Arason sagði...

Takkó

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með tólfuna :)

Ólafur Ögmundarson sagði...

Til hamingju :)

Kristín sagði...

Til hamingju.

Nafnlaus sagði...

Takk takkerí takktakktakk þið öll sömul, ljúf og væn! :-)

Nafnlaus sagði...

Til lukku með þetta.
Þú ert "soddan" skólastrákur.
Ég vildi bara segja að ég hafði mjög gaman af svefngöngu-sögunum þínum. Þetta er efni í góða bók:-)
Hilsen úr sveitinni fögru.
Guðlaug R

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með þetta kallinn minn. Þetta þýðir að þú varst bestur og ekkert minna en það.

Hér eftir ráðlegg þér að minnast aldrei á reynsluleysi hinna því þeir voru eflaust líka hæfileikaríkir þó svo þeim hafi skortað smá reynslu. Óþarfi að láta vita neitt annað en að þú hafir skarað fram úr öðrum þátttakendum, hehe.

Stefán Arason sagði...

Það er rétt Guðlaug, ég er eilífðar stúdent.

Allt í lagi, Hlæjandi Álfurinn þinn, engin hógværska héðan í frá!