13.4.08Vor
Vorsýnir í Danmörku: fiðrildi, hunangsflugur, ljósgrænu laufblöðin að springa út á trjánum, kirsuberjatrén í blóma og G-strengir á hjólastígnum.

Mikið er það nú gaman að finna fyrir vorinu, ekki bara í gegnum augun, heldur með öllum líkamanum. Jakkinn er þynnri, húfan er fokin, vettlingarnir eru bara á þegar maður hjólar o.s.fr.v.
Og tölum nú ekki um þessa frábæru tilfinningu að finnast maður vakna til lífsins á ný.

Á Íslandi elska ég haustið, í Danmörku elska ég vorið.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ég sakna danska vorsins!

ha, hef ég sagt þetta áður?

hér snjóaði í fyrrinótt...

Stefán Arason sagði...

Við erum bæði okkar eigin ekkó...ekkó okkar sjálfs :-)

Nafnlaus sagði...

Ertu enn að skoða vorið, of upptekin til að blogga ? eða ertu kannski að horfa á DVD ?
Hlakka til að heyra/lesa frá þér,
Svana o.co