7.4.08


Morgundagurinn
Á morgun ætla ég í skólann.
Sennilega munu skrifstofustúlkurnar reka upp húrrahróp og bjóða öllum nemendum Kirkjutónlistarskólans á Sjálandi upp á ískaldan bjór, sökum þess að ég mætti á svæðið. Ég hef nefnilega ekki verið þar síðan rétt eftir áramót...
Annan hvern þriðjudag á ég að vera í bóklegum fögum í þessum skóla. Þau fög eru kórstjórn og sálmaforspil. Og það vill svo skemmtilega til að alla þriðjudaga eru morgunandagt í kirkjunni minni. Svo ég þarf að vera í vinnunni þegar ég á að vera í fyrsta tímanum, sem er kórstjórn.
Hinn tíminn er svo kl.15 og síðan í haust hafði kennarinn ekkert sérstakt útá forspilin að setja. Svo ég sá engan tilgang í að mæta.
En á morgun! Ú la la la! Þetta verður brjálað stuð!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hvernig var? Fékkstu bjór?

Kv
Þóra

Stefán Arason sagði...

Nei! Og það var ekki einu sinni klappað!

Nafnlaus sagði...

hnuss!!

Þ.