30.1.08


Dánarfregnir
Geisladiskaverzlunin 12 tónar hefur haft útibú hér í borg um 1 árs skeið. Síðastliðinn laugardag var þessari ágætu verzlun lokað. Sökum þessa var haldin ótrúleg rýmingarútsala dagana á undan. Diskarnir voru fyrir frekar ódýrir, miðað við íslenskt verð. En nú var allt í búðinni á hálfvirði.
Ég frétti af þessu á fimmtudegi og daginn eftir tölti ég í búðina. Planið var að kaupa nokkra íslenska diska, sem ég hef ekki látið verða af að kaupa.
Ég kom út með 29 diska í fanginu. Margir tvöfaldir.
Það kom nefnilega upp úr dúrnum að verzlunin hafði klassíska deild, sem hafði verið geymd inn á lager. Og nú var hún komin fram. Ég keypti c.a. 15 diska frá útgáfufyrirtækinu Harmoni Mundi, en það útgáfufyrirtæki státar yfirleitt af mjög góðum flytjendum. Ég keypti náttúrulega allt sem á stóð nafnið Philip Herreweghe eða Rene Jacob.
Ég hef aldrei áður gert svona stór diskakaup.

3 ummæli:

Guðrún sagði...

Oooooo!!
Vildi óska að upplýsingar um útsöluna hefðu komið yfir sundið!
Þá hefði ég sko skellt mér til Köben gagngert til að kaupa íslenska geisladiska!
Fúlt að búðinni var lokað líka, gerðist ekki einu sinni svo fræg að koma í hana.

Nafnlaus sagði...

JÆJA það er bara ekkert að gerast hjérna hjá þér - ertu á lífi ?

Nafnlaus sagði...

og þá stundi Mundi, þetta er nóg, þetta er nóg ég þoli ekki lengur....
Þú veist að ég og mamma lesum bloggið þitt !