30.1.08


Dánarfregnir
Geisladiskaverzlunin 12 tónar hefur haft útibú hér í borg um 1 árs skeið. Síðastliðinn laugardag var þessari ágætu verzlun lokað. Sökum þessa var haldin ótrúleg rýmingarútsala dagana á undan. Diskarnir voru fyrir frekar ódýrir, miðað við íslenskt verð. En nú var allt í búðinni á hálfvirði.
Ég frétti af þessu á fimmtudegi og daginn eftir tölti ég í búðina. Planið var að kaupa nokkra íslenska diska, sem ég hef ekki látið verða af að kaupa.
Ég kom út með 29 diska í fanginu. Margir tvöfaldir.
Það kom nefnilega upp úr dúrnum að verzlunin hafði klassíska deild, sem hafði verið geymd inn á lager. Og nú var hún komin fram. Ég keypti c.a. 15 diska frá útgáfufyrirtækinu Harmoni Mundi, en það útgáfufyrirtæki státar yfirleitt af mjög góðum flytjendum. Ég keypti náttúrulega allt sem á stóð nafnið Philip Herreweghe eða Rene Jacob.
Ég hef aldrei áður gert svona stór diskakaup.