30.12.07


Nú árið er liðið
Í tilefni af komu nýs árs, þá hef ég ákveðið að skrifa litla færslu inn á þessa síðu, sem er annars að morkna.
Lítum yfir síðasta ár:
Ég man ekkert hvað ég gerði frá áramótum fram á vor. Sennilega bara verið upptekin við að æfa mig, stjórna kórum og syngja í kirkjum.
Í maí fór ég með kórnum mínum, Stöku, til Parísar. Unnustan kom einnig með. Góð ferð.
Hluta af júní og júlí eyddum við svo á bella Italia, nánar tiltekið í Siena. Þar samdi ég verkið Rygvendt og Stina lærði ítölsku.
Fljótlega eftir Ítalíuförin þá héldum við til Íslands, með fríðan flokk dana. Mamma, pabbi og systir tóku afar vel á móti 13 ferðalöngum, og er enn talað um þá ferð. Einnig var mjög gaman að vera heima yfir verslunarmannahelgina.
Um haustið hélt ég áfram í kirkjutónlistarskólanum og Stina byrjaði í Óperu Akademíunni. Akademían er einn besti óperuskóli Norðurlanda (jafnvel Evrópu) og skrigeskinken er hæstánægð.
Við fluttum núna í desember, út á "Ama'r" (Amager) og ég fékk afleysingarstöðu í Bellahøj kirkju.
Við héldum jól hérna á Ama'r með fjölskyldu Stinu. Þeas. þegar við vorum ekki í vinnunni. Ég var frá kl.14-18 á aðfangadag í Hundigekirkju, og svo í Bellahøjkirkju kl.23.30-01.00. Dagin eftir var svo messa kl.11. Annan í jólum átti ég svo frí.
Við skruppum aðeins til Jótlands, og fengum nóg af fjölskylduvelgjunni. Gott að vera komin heim á skítaeyjuna (Lorteøen/Ama´r/Amager).
Á morgun ætlum við svo að fanga áramótum með vinum frá Jótlandi og Íslandi. Foie gras í forrétt, kalkúnn í aðalrétt, og svo eitthvað gott í eftirrétt frá Jótlandi, þó ekki Molbúar.

Ég óska ykkur gleðilegra afturjóla (god bagjul) og farsældar á komandi ári!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Kæri Stebbi
Gléðilegt nýtt ár - njóttu lífsins og brostu framan í heimin þá brosir heimurinn framan í þig !
Hafðu það eins og þú vilt !

Vináttukveðjur
Svana og Jóna María

Nafnlaus sagði...

.....JÆJA Stebbi minn....alltaf í boltanum eða hvað ? ....allavegana ekki í blogginu !