28.11.07


Loksins, loksins
Þá er komið að því. Ég hef eitthvað að segja frá!
Í dag fór ég í atvinnuviðtal. Viðtalið snérist um afleysingarstarf í eitt ár, sem organisti í Bellahøjkirkju.
Fjórir umsækjendur voru kallaðir til viðtals og ég var síðastur í röðinni.
Viðtalið fór þannig fram að ég spilaði forspil og 2 sálma og svo var ég spurður ýmissa spurninga af sóknarnefnd og prestum.
Ég fékk djobbið.
Svo núna er ég organisti Bellahøjkirkju, í eitt ár eða svo.

Kirkjan er lítil, en ljót. Þegar búið var að byggja kirkjuna, þá föttuðu menn að það vantaði orgel í kirkjuna. Þannig að orgelinu var troðið fyrir í litlu herbergi úti í horni. En hvað um það! Ég fæ föst laun næstu 12 mánuði. Myndin hér að ofan er af kirkjunni.

10 ummæli:

Ólafur Ögmundarson sagði...

Sæll gæskur og til hamingju!!! Ég heyri í þér þegar ég kem til DK, verð í Köben í kringum 18. des.

Björn sagði...

Til hamingju með djobbið.

Gott að kirkjan var lítil úr því hún er svona ljót. Minni sársauki.

Kv.
Björn

Nafnlaus sagði...

vá frábært! :)
Ingibjörg

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með starfið. Fyrst þú hrepptir vinnuna geri ég ráð fyrir að þú hafir þagað um skoðanir þínar á fríðleika kirkjunnar meðan á atvinnuviðtalinu stóð.

Kv.
Steinunn Þóra

Nafnlaus sagði...

Til hamingju :D

kveðja
Þóra Marteins

Nafnlaus sagði...

Til hamingju meistari.

Nafnlaus sagði...

Verkið þitt við texta eftir langafa var flutt í gær í kirkjunni á Eskifirði......... dísös hvað það var flott ;o)

Þykir vænt um þig
Svana

Maggi sagði...

Til hamingju með djobbið! Hvernig er orgelið?

Olla sagði...

til hamingju virðulegi herra organisti...

god jul!

olla skólausa

Stefán Arason sagði...

Takk öll sömul.

Steinunn Þóra: jú ég sagði ekki neitt um ljótleikakirkjunnar. En aftur á móti um ljótleika eins sálmsins sem þau báðu mig um að spila

Maggi: orgelið er voðalega lítið og hefur einvörðungu 11 raddir, þó allar nothæfar. En þetta er óttalegur garmur.