18.11.07

djé err
Í dag var verkið mitt Rygvendt, fyrir sópran og gítar, flutt á tónleikum í tónleikasal Danska Ríkisútvarpsins. Fallegur salur, sem bráðum mun hýsa skólahljómsveit Konservatorísins.
Fullt af gömlu fólki á tónleikum, enda byrjuðu þeir kl.11, og engvir nemar gamalmenni sem nenna á tónleika svo snemma dags.

5 ummæli:

Daníel Arason sagði...

til hamingju.

engvir nema gamalmenni sem nenna á tónleika .... punktur

Stefán Arason sagði...

takk :-)

kannski passar þessi fullyrðin vel við eskifjörð, en ekki á þeim stöðum sem ég hef búið á. T.d. var ég í óperunni á föstudaginn, og þar voru allir aldurshópar.
og allir námsmannamiðarnir á sinfóníutónleikana á fimmtudaginn voru uppseldir þegar ég kom.

Daníel Arason sagði...

segir ekkert um fullyrðinguna. Ákveðinn hluti tónleikagesta er alltaf undir fimmtugu, þannig að í milljónaborg eins og Köben er eðlilegt að nokkrir af yngri kynslóðinni komi, hér eru líka alltaf 3-4 krakkar á hverjum tónleikum og einnig nokkrir yngri gestir. Þetta er spurning um hlutfall.

Stefán Arason sagði...

þú fullyrðir að það séu bara gamlingjar sem nenna á tónleika.
það passar ekki ef það eru aðrir en gamlingjar á tónleikum, ekki satt?

þegar ég sótti tónleika með Sinfó þá var aldurshópurinn mjög breiður.

Nafnlaus sagði...

Ég hef nú mætt á svona sunnudagstónleika klukkan ellefu að morgni í Dje err. Men jeg er jo ikke helt ung.