12.11.07

Af vinnandi fólki
Ég hef ekki átt frídag í 14 daga. Síðastliðnar tvær helgar hafa farið í kóræfingarbúðir og fermingarfræðslu.
Þessvegna leyfði ég mér þann lúxus að sofa til kl.9 í morgun. Ljúft.

Það er kosningabarátta hérna í Danmörku. Ég fylgist ekkert með því, frekar en fyrri daginn.

Við (ég og Stina) erum búin að skrifa undir leigusamning um íbúð úti á Amager. Nánar tiltekið á Lombardigade. Stina er orðin þreytt á að þurfa að hjóla í 45 mín, hvora leið, í skóla. Nýja íbúðin er minni og ekki með svalir, eins og þessi sem við erum í núna. En hún er huggulegt og liggur ekki langt frá sjónum og Óperuhúsinu.
Við flytjum 30. nóvember. Kemurðu og hjálpar?

3 ummæli:

Daníel Arason sagði...

Count me out. En annars gaman að sjá að þú ert loksins farinn að taka fermingarheitið alvarlega og ert að bæta upp fyrir hvað þú fylgdist illa með í fermingarfræðslu hjá Sr. Þórhalli Heimis hér í denn. Ég mæti í veisluna, en þú skalt ekki halda að þú fáir aðra gjöf frá mér. Ein er nóg.
Segðu svo Stínu að henni veiti ekkert af smá hjólatúr ..... orðinn allt of stór hvort sem er.

Kveðja, Daníel.

Stefán Arason sagði...

Ok, ég afpanta þá bara gistinguna á flotta hótelinu sem ég hafði bókað fyrir þig Daníel.

Já, ég var svo fullur af hormónum þarna í denn, að ég tók ekkert eftir hvað Þórhallur var að tuða. Svo ég ákvað að skella mér í nýja fermingarfræðslu, en þeir neita mér um að ferma mig aftur! Bölvaðir prestarnir!

Stína er allavega orðin 29 ára stór og ég held að hljólatúr myndi ekkert gera við því.

Nafnlaus sagði...

Loksins er Svanhvít búin að kennar mér að skrifa svona athugasemdir....
Kemst því miður ekki 30. nóv dagskráin er svo skipulögð hjá mér.
Kveðja Mamma