Loksins, loksins
Þá er komið að því. Ég hef eitthvað að segja frá!
Í dag fór ég í atvinnuviðtal. Viðtalið snérist um afleysingarstarf í eitt ár, sem organisti í Bellahøjkirkju.
Fjórir umsækjendur voru kallaðir til viðtals og ég var síðastur í röðinni.
Viðtalið fór þannig fram að ég spilaði forspil og 2 sálma og svo var ég spurður ýmissa spurninga af sóknarnefnd og prestum.
Ég fékk djobbið.
Svo núna er ég organisti Bellahøjkirkju, í eitt ár eða svo.
Kirkjan er lítil, en ljót. Þegar búið var að byggja kirkjuna, þá föttuðu menn að það vantaði orgel í kirkjuna. Þannig að orgelinu var troðið fyrir í litlu herbergi úti í horni. En hvað um það! Ég fæ föst laun næstu 12 mánuði. Myndin hér að ofan er af kirkjunni.