28.11.07


Loksins, loksins
Þá er komið að því. Ég hef eitthvað að segja frá!
Í dag fór ég í atvinnuviðtal. Viðtalið snérist um afleysingarstarf í eitt ár, sem organisti í Bellahøjkirkju.
Fjórir umsækjendur voru kallaðir til viðtals og ég var síðastur í röðinni.
Viðtalið fór þannig fram að ég spilaði forspil og 2 sálma og svo var ég spurður ýmissa spurninga af sóknarnefnd og prestum.
Ég fékk djobbið.
Svo núna er ég organisti Bellahøjkirkju, í eitt ár eða svo.

Kirkjan er lítil, en ljót. Þegar búið var að byggja kirkjuna, þá föttuðu menn að það vantaði orgel í kirkjuna. Þannig að orgelinu var troðið fyrir í litlu herbergi úti í horni. En hvað um það! Ég fæ föst laun næstu 12 mánuði. Myndin hér að ofan er af kirkjunni.

18.11.07

djé err
Í dag var verkið mitt Rygvendt, fyrir sópran og gítar, flutt á tónleikum í tónleikasal Danska Ríkisútvarpsins. Fallegur salur, sem bráðum mun hýsa skólahljómsveit Konservatorísins.
Fullt af gömlu fólki á tónleikum, enda byrjuðu þeir kl.11, og engvir nemar gamalmenni sem nenna á tónleika svo snemma dags.

12.11.07

Af vinnandi fólki
Ég hef ekki átt frídag í 14 daga. Síðastliðnar tvær helgar hafa farið í kóræfingarbúðir og fermingarfræðslu.
Þessvegna leyfði ég mér þann lúxus að sofa til kl.9 í morgun. Ljúft.

Það er kosningabarátta hérna í Danmörku. Ég fylgist ekkert með því, frekar en fyrri daginn.

Við (ég og Stina) erum búin að skrifa undir leigusamning um íbúð úti á Amager. Nánar tiltekið á Lombardigade. Stina er orðin þreytt á að þurfa að hjóla í 45 mín, hvora leið, í skóla. Nýja íbúðin er minni og ekki með svalir, eins og þessi sem við erum í núna. En hún er huggulegt og liggur ekki langt frá sjónum og Óperuhúsinu.
Við flytjum 30. nóvember. Kemurðu og hjálpar?