5.10.07


Rjúkandi heitur haustsmellur!
Okkur á útvarpsstöðinni Sjöfn hefur borist nýr smellur frá dúóinu "For two to Play", sem mætti útleggjast sem "Tvímenningsleikur". Smellurinn kallast "Rygvendt" og er eftir tónskáldið sívinsæla Stefán Arason aka. Stebbi Nobb/Nebbi Stopp. Við hérna á stöðinni teljum að þetta lag muni klífa hæstu tinda vinsældalistanna vestanhafs, sem og hér heima.
"Rygvendt", gjörið þið svo vel.

1 ummæli:

Daníel Arason sagði...

áður en ég vind mér í að hlusta vil ég vekja athygli á stórfréttum i heimi upplýsingamiðlunnar. ég hef birt nýtt blogg !!!!!!!! (augu detta úr höfðum og kjálkar falla niður í gólf)

bloggið fjallar um höfuðtónskáld Gerðistekksættarinnar, hann afa. nú reikna ég með að stebbi litli beini tölvu sinni þangað og læri svolítið um laglínusmíðar. einnig um hárbeitta notkun höfuðhljómanna, grunnhljóms, undirforhljóms og forhljóms. vakin er sérstök athygli á notkun VI hljóms í viðlaginu og Eurovision hækkun, sem gefur laginu aukna dýpt.