24.10.07

Góður dagur
08.00
Borðaði morgunmat með kærustunni og Silviu. Ristað rúgbrauð og gráðostur, eins og vanalega.
09.00-11.40
Rembist við að finna skátakofa (hytte) fyrir kórinn minn, Stöku, til að halda æfingarhelgi í. Við erum íslendingar. Við gerum allt á siðustu stundu. Æfingarhelgin er þarnæstu helgi. Lítið gengur.
11.40
Hjóla á hraða vindsins niður í bæ. Er orðinn alltof seinn í orgeltíma.
12.00-13.00
Orgeltími. Spilaði 4 sálma, 1 lítinn orgelkóral eftir JSB og svo lokin á fúgunni í d-moll, einnig eftir JSB. Búinn að eyða miklum tíma í að æfa þetta verk, tokkata og fúga í d-moll. Hellingur eftir enn.
13.10
Fæ símhringingu með sálmanúmerunum fyrir sunnudaginn. Á að spila í Herstedvester Kirke. Falleg kirkja i fallegu umhverfi.
13.30-15.00
Borða madpakke í Jónshúsi. Spjalla við Jón. Hann hefur alltaf eitthvað skemmtilegt að segja. Í dag fékk ég að heyra um hin ýmsu skemmtilegu tilsvör Karls Sighvatssonar, heitins og organista (Hammond Íslandus).
15.00-16.00
Hlusta á fyrirlestur um nýútkomna bók eftir vinkonu mína Merete Sanderhoff. Fyrirlesturinn er á Statens museum for kunst, þar sem hún vinnur. Hitti einnig manninn hennar, Jens, og mömmu hans. Ég hef skrifað músík við ljóðin hans Jens. Merete kynntist ég í Århus Universitetskor. Hún er listsagnfræðingur.
16.00-17.00
Sit í S-tog til Ordrup
17.00-18.00
Syng í messu í Ordrup Kirke. Asnalega fáir í messu. Væri sniðugra að nota peninginn í eitthvað annað en að borga okkur laun.
Eftir messuna ræddum við m.a. um að "klassískir" tónlistarmenn dansa of lítið.
18.30
Tala við kærustuna í síma. Hún ætlar að sjá/heyra Rígólettó í Óperunni. Hún hefur jú frían aðgang í allt sem gerist í þessu húsi.
19.30
Ég er kominn heim og mér lukkast að finna 2 skátakofa sem eru ekki leigðir út þarnæstu helgi.
20.00
Panta pizzu nr.19 hjá Leifs Pizzeria. Besta pizzeria á Nørrebro.
20.30
Les i bók og borða matinn minn. Hugsa um að það er langt síðan ég hef bloggað. Hef ekki nennt því.
21.08
Skrifa þetta blogg. Ætla að halda áfram að lesa...eða horfa á eitthvað innihaldslaust sjónvarpsefni.

4 ummæli:

Ólafur Ögmundarson sagði...

Gott klukkublogg Stefán!!!
Takk fyrir síðast, það var mjög gaman að hitta á þig á Nörrebro, fara á Leifs Pizza (hjá Albananum Leif var það ekki) og svo rölta um og fá sér öl. Frábært kvöld í alla staði :)

Stefán Arason sagði...

Takk sömuleiðis góurinn!

Ólafur Ögmundarson sagði...

Ég gleymdi líka að þakka fyrir frokostinn... Mmmmm það er greinilegt að þú ert orðinn hálf-danskur, í það minnsta hvað matargerðina varðar :) Takk fyrir mig kæri vinur, amma biður kærlega að heilsa!!!

Nafnlaus sagði...

Úff Stefán, rúgbrauð með gráðosti í morgunsárið. Þú hlýtur að vera með stálmaga!
Hvernig er það, ætlar þú ekkert að lokka Stínu til að búa á skerinu með þér einhvern tímann, eða ert þú alveg orðinn danskur? Ég bara spyr... það er eitthvað svo langt síðan ég sá þig síðast.
Kv. Vala.