8.10.07

Eldræða
Áðan var æfing hjá kórnum Vox Absona. Ég sat við stjórnvölina, þar sem kórstjóri kórsins er veik. Hún er stressuð. Ekki ég.
Þessi sami kórstjóri hefur sagt stöðu sinni lausri frá byrjun næsta árs.
Þau spurðu mig hvort ég vildi vera næsti kórstjóri þeirra. Þau þekkja mig, þar sem ég hef verið afleysingarstjóri hjá þeim.
Í kvöld átti ég s.s. að halda söluræðuna. Ég átti að selja mig.
Það tókst svo vel að í byrjun næsta árs er ég kórstjóri kórsins Vox Absona.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til lukku Hr. kórstjóri - alltaf gott að geta selt sig aðeins !
En segðu mér; hvernig kór er þetta ? af hverju þessi kór ? og er hann eitthvað góður ?

Nafnlaus sagði...

nohh, til hamingju með það :)

Daníel Arason sagði...

congratulations, and celebrations, i'm telling all the world that you're in love with me. Congratulations .........