6.9.07

U.N.M
Nú eru liðnir 5 dagar af UNM hátíðinni, og nú er ég að skrópa á tónleikum. Ég er með kvef, og nennti hreinlega ekki á tónleika með raftónlist, bara til að líða illa. Þess í stað ætla ég að skrifa netl.
Á sunnudaginn var verkið Hvil Sødt frumflutt á Íslandi, eins og er orðið svo vinsælt að segja um tónleika hérna í Rvk. Símakórinn Hvönn söng og Hildigunnur Rúnarsdóttir, tónskáld og söngkona, sáu um sönginn, og svo sáu hinir ýmsu hljóðfæraleikarar um hitt. Gunnsteinn Ólafsson stjórnaði svo hersingunni.
Þetta var hinn ágætasti flutningur, þó svo ég saknaði lengri hljómburðs, og lengri kirkju, svo hægt væri að flytja verkið með þeim hreyfingum sem voru samdar í það. Þegar verkið var frumflutt þá gekk kórinn inn, syngjandi lítið þrástef (stef sem kemur aftur og aftur) og þegar drengjakórinn var búinn að syngja, þá gekk hann aftur fyrir altarið í kirkjunni, og söng svo þaðan undir lokin.
En á tónleikunum var verkið í "einvíðum" flutningi, þeas. allir bara fyrir fram áheyrendur.
En s.s. þau gerðu þetta vel, og er það fyrir mestu.

Á mánudaginn voru svo allir þáttakendur á UNM boðnir í móttöku á Bessastöðum, þar sem Hr. Ólafur Ragnar tók á móti okkur. Sú móttaka var með eindæmum frábær. Ólafur bara spjallaði við okkur afslappað, og bauð okkur kampavín. Svo máttum við ganga um húsið og skoða myndir og muni. Alveg einstaklega huggulegt og almennilegt af forsetaembættinu. Ólafur gerði þetta svo vel að útlendingarnir urðu afar snortir af þessari gestrisni. Yfirleitt er nefnilega svona móttaka á þessari hátíð, en þá yfirleitt hjá borgarstjóra, eða þar sem einhver hefur haldið ræðu og búið bless. En þetta var mun sterkara. Ef Hr. Ólafur er að lesa þetta, þá vil ég nota tækifærið og þakka fyrir góðar móttökur.

Á meðan ég tek þátt í þessari hátíð, þá bý ég hjá öðlingnum og ljúfmenninu Huga Þórðarsyni eða Frugga Roðrarsyni eins og sumir þekkja hann. Það er óskaplega ljúft að búa hjá honum. Hérna er þráðlaust internet, sundlaug 20 m. frá útidyrum og svo er þessi drengur bara svo ljúfur að það hálfa væri nóg. Hann skutlar mér hingað og þangað, og tekur mig með í skemmtiferðir og ég veit ekki hvað. Ef ég væri samkynhneigður þá myndi ég reyna við hann.

Jæja, nú ætla ég að einbeita mér að því að láta mér batna kvefið.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég er gagnkynhneigð og reyni við Huga, en það gengur bara nákvæmlega EKKERT!!!! Held hann sé GAY! NN

Stefán Arason sagði...

Hugi er svo sannarlega ekki samkynhneigður. Hann er í rauninni fyrirmynd karlmennskunnar. En gangi þér vel við veiðarnar Nafnlaus!

Nafnlaus sagði...

Ungfrú nafnlaus, ég biðst afsökunar á að hafa ekki tekið eftir þér. En hefurðu prófað t.d. að banka óvænt uppá hjá mér klædd sem frönsk þjónstustúlka? Sagan sýnir að það er nokkuð sem virkar afar vel.

Gangi þér vel!

Nafnlaus sagði...

Ha..ha..ha..Hugi, þú hefur tekið eftir mér. Þarf bara að NEGLA þig ;-)
Það er aldeilis heillaóskir sem hellast yfir mann hérna.
Hingað og ekki lengra!! Nú segi ég Stopp! Er hætt að kommenta nafnlaus á síður hjá ókunnugum karlmönnum.
Skelli mér í þjónustustúlkubúninginn og set stút á munninn og banka uppá á hjá þér Hugi minn við tækifæri.
À bientôt...

Stefán Arason sagði...

...og síðan mín er orðin að einkamál punktur is :-) Leikið ykkur nú fallega krakkar mínir.