15.9.07

"Segðu úúúúú..."
Eftir matinn eyddum við, ég og Stina, c.a. 30 mínútum í að segja "ú". Þetta var reyndar ekkert venjulegt "ú", onei, þetta var mjög sérstakt "ú". Ég á nefnilega mjög erfitt með að syngja í falsettu. Í rauninni get ég það ekki. Eins og ég hafi týnt þeim hæfileika. Ég veit í rauninni ekki hvort þetta heitir falsetta, eða höfuðtónn, eða hvað þetta nú er. Ég get allaveganna ekki gefið frá mér háa kvenlega tóna, eins og svo margir geta. Þetta pirrar mig. Því þessi eiginleiki er talinn afar góður í söng, því ef þessi tækni er tekin með niður í dýpra tónsvið, þá fær röddin mun fallegri hljóm. Hann verður yfirtónaríkari.
Einnig kemur þessi kunnátta sér vel að notum, ef stjórna á dönskum barnakór. Mikilvægt að þetta sé danskur barnakór. Dönsk börn eiga nefnilega við það að stríða, að þau syngja alltof djúpt. Þeas. í skólum og dagheimilum eru þau látin syngja á tónsviði sem er oft alltof djúpt fyrir þau. Þetta veldur því að þau fá ekki notað röddina eins og best væri á kosið. Ástæðan fyrir því að þau syngja svona djúpt, er að þeir sem stjórna söng í þessum stofnunum hafa ekki áttað sig á að börn hafa mun hærri rödd en við fullorðna fólkið. Einnig liggur danskan afar aftarlega í munninum, sem veldur því að talröddin er dýpri. Norðmenn eiga aftur á móti mjög auðvelt með að syngja, þar sem þeirra tungumál er meira tengt góðri söngrödd. Eins er með íslenskuna, að nokkru leyti.
En s.s. við sögðum "ú" í c.a. hálftíma. Fyrst stakk ég litlaputtanum upp í mig og saug. Svo kippti ég honum út, og dró loft ofaní lungum. Svo átti ég að halda þeirri "hálsstöðu" og blása aðeins út og setja svo tón á loftstrauminn.
Þetta gekk afar illa.
Kannski er ég búinn að búa í Danmörku of lengi?

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

huh, ég hef nú röflað yfir söngmennt í leikskólum landsins (Íslands) ansi lengi, alltaf sungið allt of djúpt. Og í helv... rútusöngnum, ég get aldrei sungið með, alltaf svona fimmund of djúpt, næ ekki niður og hallærislegt að syngja áttund of ofarlega, þá ber of mikið á manni...

Þannig að ég held að þetta sé ekkert sérdanskt fyrirbæri.

Stefán Arason sagði...

Ég dreg það ekki í efa.
En aftur á móti vegur íslenskan upp á móti því, en aftur á móti vinnur danskan með þessum "tónagreftri",

Þarf ekki bara að gefa "Harald í Skríplalandi" aftur út? :-)

Þorbjörn sagði...

Það var "sagt mér" einu sinni að alvöru tenórar hefðu ekki falsettu. Það á við í mínu tilfelli.

Stefán Arason sagði...

Já, ég held einmitt að ég sé barasta tenór, þrátt fyrir áralanga veru í myrkviðum 2.bassa. En ég þarf bara að fá leyfi til að hafa nógu hátt, og fá einhvern til að koma mér í tenór sporið, áður en ég fer í það hlutverk.