24.9.07


Frumflutningur og plötur
Í gær var verkið "Rygvendt", eftir sjálfastan mig, frumflutt í Sívalaturninum í Kaupmannahöfn. Það voru þau Camilla Toldi Bugge (sópran) og Martin Stæhr Haugaard (gítar) sem frumfluttu.
Flutningurinn var mjög góður, og er ég afar sáttur. Ég hef í rauninni aldrei liðið eins vel á tónleikum þar sem tónlist eftir mig hefur verið flutt. Hljómburðurinn í þessum sal er svo ótrúlega góður að ég hafði ekki tíma til annars en að hlusta. Oft er ég smá stressaður þegar verið er að flytja músík eftir mig. "Komast þau klakklaust í gegn? Finnst þeim þetta leiðinlegt? Eru áheyrendur að deyja úr leiðindum?" eru hugsanir sem geta plagað á meðan tónlist eftir mig er flutt. En ekki í gær...tja...bara smá.
Næstu helgi verður verkið svo flutt í Árósum, á útskriftartónleikum Martins. Ég er spenntur. Salurinn ekki nærri eins góður, og hann krefst meira af flytjendunum. Læt vita hvernig gengur.

En yfir í annað.

Ég stoltur eigandi að iPod og ég nota hann töluvert. T.a.m. fer ég ekki í ræktina án hans. Þar er svo hryllileg músík í gangi, að ég get ekki annað en reynt að yfirgnæfa hávaðann með betri hávaða.
Inni á þessum kostagrip geymi ég stóran hluta af tónlistarsafni mínu. Og undanfarið hef ég keypt nokkuð af íslenskri músík. Það er orðið ansi auðvelt að fá spennandi íslenska tónlist hér í borg, síðan 12 tónar opnuðu útibú í Fiolstræde. T.d. hef ég keypt diskana "Wine for my weakness" (Pétur Ben), "Seria" (Skúli Sverrisson og félagar) og "Við og Við" (Ólöf Arnalds).
Þetta eru afar góð kaup að mínu mati. Sérstök eru þau öll sömul og afar spennandi á ólíkan hátt.
En einhvernveginn finnst mér að diskar Péturs og Ólafar eru ekki gegnheilir. Mér finnst einhvernveginn sem fyrrihluti diskanna eru afar góðir, en svo finnst mér þynnast aðeins í innihaldinu. Sennilega er þetta bara vegna hlustunarröðunar. Ef maður hefði byrjað aftanfrá, frá byrjun, þá gæti vel verið að mér þætti hið sama. Maður nær ekki alltaf að heyra heilan disk í einu, svo byrjunin verður eitthvað sem maður þekkir betur og allir vita að okkur finnst tónlist sem við þekkjum mun betri en tónlist sem við þekkjum ekki eins vel. Tónskáldsins dilemma.
En aftur á móti þá er diskurinn hans Skúla alveg gegnum góður.
Því er pælingin; ætli tónlistarfólk sem er að gefa út sína fyrstu plötu raði sínum bestu lögum fyrst á plötuna? Taka ekki sénsinn á að setja besta smellinn aftast og hlaða þeim frekar öllum fremst? Eða er þetta bara nostalgían sem er að hrekkja mig?
Læt ykkur vita þegar ég er farinn að finnast síðustu lögin á umtöluðum plötum, jafngóð og þau fyrstu.

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með flutninginn. Það er svo fullorðins að vera tónskáld. Samt ertu "minni" en ég.

Stefán Arason sagði...

Takk Jóhanna.
Það er eins gott að það er fullorðins að vera tónskáld, því maður verður aldrei frægur fyrr en maður er dauður, svo frægðin nálgast kannski aðeins hraðar en ella.

Nafnlaus sagði...

Elsku bróðir, til lukku með frumflutninginn !

Daníel Arason sagði...

Já til hamingju.

En er ekki orðið úrelt þetta með að setja bestu lögin fremst á plöturnar. Hlusta nokkrir orðið á plötur. Er þetta ekki bara selt lag fyrir lag á netinu mest.

Veit það bara að á disknum hans afa eru öll lögin mjög framarlega á disknum, enda öll jafngóð.

Daníel Arason sagði...

Hvað segirðu er Ella eitthvað að nálgast?

Stefán Arason sagði...

Ella er alltaf á leiðinni!

En diskurinn hennar Ólafar er samt orðinn allur góður ;-)

Unknown sagði...

Til lukku sveitastrákur.
Þegar við verðum gömul og þú frægur get ég sagt; ég vann með þessum snillingi:-)
kveðja frá klakanum.
GR

Stefán Arason sagði...

Takk Guðlaug! :-)

Stefán Arason sagði...
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.