12.8.07

The hills are alive...
Sunnudaginn 2. september mun verkið Hvil Sødt, eftir sjálfan mig, verða flutt á UngNordiskMusik tónlistarhátíðinni. Hátíðin er þetta árið haldin í Reykjavík. Tónleikastaður og stund er ennþá óákveðinn.

Annars var ég að koma heima úr tveggja vikna fríi á Íslandi. Frábær ferð í alla staði. Mér hefur eiginlega aldrei liðið eins vel og nú í Neskaupstað, þeas. síðan ég flutti þaðan.

Nú er ég aftur kominn á Norðurbrú og hlutirnir töluvert öðruvísi en í rólega Neskaupstað. Hérna eru nágrannar sem rífast og skella hurðum, eða eru geiðveikir fyrrv.söngvarar, eða hálfnaktir dansarar.
"I love the smell of napalm in the morning."

2 ummæli:

Ólafur Ögmundarson sagði...

Sæll vinur, og takk fyrir góðan kaffihúsahitting. Næst mæti ég til Köben og þá verður kaffinu e.t.v. skipt út fyrir en öl, eller to :)

Stefán Arason sagði...

Hlakka til að sjá þig á danskri grundu. Styð þá hugmynd að skipta kaffinu út fyrir annan dýrindis drykk.