10.7.07


Samið í Siena
Eins og þið hafið lesið, þá var tilgangur ferðarinnar sá að stúlkurnar fóru til að læra ítölsku. Til þess fer maður t.d. í ítölskuskóla. Það var einmitt einn slíkur í Siena, og skóli þessi bauð upp á 3. vikna námskeið sem þær tóku. Þær voru í skólanum frá kl.8.30 til kl.13.
Á meðan að stúlkurnar sátu sveittar á skólabekk við að beygja ítalskar sagnir og tala ítölsku við skólafélagana, sem voru frá öllum heimshornum á ýmsu aldri, þá sat ég í eldhúsi íbúðarinnar sem við leigðum á meðan dvöl okkar í Siena stóð, og samdi tónlist.

Bregðum okkur til Árósa, á því herrans ári 2004.

Þar var tónskáld, enn í námi, sem vill semja tónlist fyrir hljóðfæri sem hann hefur aldrei samið áður fyrir, og hann vill semja músík sem er algjörlega ólík öllu öðru sem hann hefur samið. Eitthvað splunkunýtt, eitthvað dularfullt, eitthvað sem hann gerir sér litla grein fyrir hvernig það muni hljóma.
Tónskáldið er ég sjálfur, og verkið sem fæddist heitir Morrk, skrifað fyrir 7 gítara og harmóníku.
Verkið var síðan frumflutt af nemendum skólans (Det Jyske Musikkonservatorium) og stjórnað af Martin S. Haugaard.
Martin þessi spilaði svo síðar við útskriftarpróf þessa sama tónskálds. Martin er duglegur gítaristi og góður tónlistarmaður.

Nokkrum árum síðar pantaði þessi sami gítarleikari nýtt verk af tónskáldinu, og mun verkið verða frumflutt á einleikaraprófi/tónleikum gítarleikarans.

Verkið heitir Rygvendt og er við texta Jens Sanderhoff.

Det er musik,
og dét er musik.
At se en blind pige stå med ryggen til en eng,
at se hende, mens hun folder hver eneste lyd op,
som var de alfabetets spurve. At se,
og at sønderdele billedet i en splintret flugt
over et landskab i mørke.
Det er musik,
en tanke, der danser med havet.
Inde i dette hav hænger hun, som en våd
og giftig engel, en spinkel tone,
der falder til ro, men bevæger sig
i en vægtløs og statisk koncert.
Det er musik,
og dét er musik.
At se med det blinde øje.
Et øjeblik. Et hav.

© Jens Sanderhoff

En aftur til Siena.
Ég þurfti að semja verk. Nú bara fyrir einn gítar og söngkonu. Það er nefnilega þannig að Martin þessi er einn helmingur af dúóinu For Two To Play, og hann vildi fá nýtt verk eftir mig.
Ég var kominn í tímaþröng. Verkið "Fangin augnablik" þurfti ég að klára áður en ég byrjaði á því nýja, svo þetta dróst svolítið. Svona er það þegar maður er í námi og með 3 kóra að stjórna. Öll tónskáld á Íslandi þekkja þetta vel. Maður getur ekki BARA verið tónskáld!
Þetta voru ljúfir dagar þarna í Siena. Ég samdi músík og eldaði mat. Yndislegt!
Verkið silaðist áfram, í ótakt við eldhús klukkuna. Klukkan gekk í 60 slögum á sekúndu, en músíkin í 67 slögum. Klukkan var fjarlægð.
En það sem gerði þessar tónsmíðar að enn meiri spennu, var að eftir að ég var búinn með einn hluta af verkinu, þá var hann hreinskrifaður ("under a Toscan sun"), skannaður inn hjá tölvukallinum súra, og sendur af stað til gítarleikarans. Heit músík beint í hendur hljóðfæraleikarans. Sem betur fer tók hann vel í þetta allt saman, og allt var spilanlegt.
Nú býð ég bara spenntur eftir tónleikunum, sem verða í lok september.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

gaman að þú skulir hafa nóg að gera í tónlistinni

Nafnlaus sagði...

Veit ekki hvor maður á að segja "sem betur fer" eða "því miður" en það er bara til einn sannur Stefán! Allt eftir því hvernig á málið er litið.

Fer maður svo ekki að sjá framan í þig, meistari?

Stefán Arason sagði...

Mín vegna mætti ég alveg vera fleiri, þá gæti ég unnið að fleiru, t.d. einn gæti samið, annar séð um að skaffa salt í grautinn osfrv.
En svona ykkar vegna, hinna í þessum heimi, þá er það yfrið nóg að hafa bara eitt stykki af mér.

En annars þá er jafnvel á planinu að kíkja til Árósa í næstu viku. Verð í bandi.

Nafnlaus sagði...

Vá, en spennandi - það væri nú gaman að kíkja á tónleika í september!
Endilega hafðu samband ef þú verður á ferðinni, allt of langt síðan síðast!

Kveðja Sigrún S.Ól.Cella