8.7.07


La Vita è bella
Í byrjun þessa árs hafði kærastan mín orð á því að henni langaði til þess að fara til Ítalíu og fara á ítölskunámskeið. Ég brást við eins og sannur karlmaður, og hugsaði ekki meira um þessa grillu í henni. Nokkrum mánuðum seinna var hún búin að bóka sig og vinkonu sína, Ullu, á 3 vikna ítölskunámskeið í þeirri mætu borg, Siena. Ég mátti koma með og leika Jeeves fyrir dömurnar.
Við lögðum 3 af stað í byrjun júní og komum heim í byrjun júlí. 3 vikur í Siena og 1 vika í Levanto, sem er lítið sjávarþorp á vesturströnd Ítalíu.
Þetta var frábær og viðburðarríkur mánuður sem við áttum á Ítalíu og næstu daga mun ég skrifa eitt og annað um það sem við upplifðum í lo Stivale.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

gott að þið eruð komin heil heim

mikið rosalega hlakka ég til að hitta ykkur endaðan júlí....það verður sko bara gaman !

Stefán Arason sagði...

sömuleiðis!