24.7.07


Klikkaður
Hún Guðný, ofur-orgvélisti, klukkaði mig.
Jæja þá.
10 staðreyndir Stefáns:
1. Ég drakk úr pollum þegar ég var lítill. Helst brúna vatnið, því það var eins og kaffi með mjólk útí.
2. Ég tel mig muna eftir því þegar ég kúkaði á gólfteppi foreldra minna.
3. Ég man ekki eftir að hafa farið í skurðinn, þó svo mamma mín standi í þeirri meiningu að ég hafi logið því að ég hafi ekki farið í skurðinn. Afhverju vill hún meina það? Jú, því hún stóð á skurðarbarminum og spurði hvort ég hafði ekki lofað því að fara ekki í skurðinn. Ég stóð niðrí skurðinum. En eitt er með vissu! Guðni fór í hann. Skurðinn.
4. Mér fannst aldrei gaman að æfa mig á hljóðfærin ég spilaði á sem krakki (trompet og píanó). En aftur á móti þá æfði ég mig á hverjum degi. Ég er ekki viss um að ég hafi haft eitthvað sérlega gott af því.
5. Ég reyki þegar mig langar til þess. Aðallega vindlinga og svo pípurnar mínar.
6. Pervert er eitthvað sem sumir kalla mig. Ég neita því ekki.
7. Mér finnst lifur ennþá vera vondur matur. Nema það sé lifur í kæfuformi, t.d. "foie gras".
8. Ég einfalda lífið eins mikið og ég get.
9. Mér þykir afar vænt um hjólið mitt, sem er ryðgað og fölgrænt kvenmanns reiðhjól, af Batavus gerðinni.
10. Mér líður vel þegar hlutirnir eru á sínum stað. Og allir hlutir eiga að hafa stað, og helst í eða á einhverju öðru, eins og t.d. öskju, hillu, skúffu eða poka. Geymsla, eða nytjamarkaðir, eru líka góðir staðir til að geyma hluti í. Það er samt ekki gott að geyma tilfinningar.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

....en þú fórst ofan í skurðinn
....og svo getur þú verið óttalegur FÁLKI stundum

Stefán Arason sagði...

Guðni fór allaveganna í skurðinn...og fálkar eru stórkostleg dýr.

Nafnlaus sagði...

Hurru... Ekkert af þessu kemur mér á óvart (og hvort ætli það segi nú meira um þig eða mig??)...

Guðný

Stefán Arason sagði...

Þú ert greinilega bara svo mikill mannþekkjari :-)