13.7.07

Intermezzo
Nú ætla ég að brydda upp á öðru efni, en hugleiðingum og sögum frá Ítalíu. Nú er það blákaldur veruleikinn, hérna í Danmörku.
Ég hef skrifað ýmis netlin um uppátæki dansksins, og þær vitleysur sem þeir flækja sig út í og venjur. Og enn eru þeir mér "yrkisefni". Þeir geta nefnilega verið svolítið tregir. T.d. eru þeir svolítið hægir á sér með dýranöfnin, en þeir setja hljóðdýrsins, eins og maður skrifar það, fyrir framan nafnið á dýrinu (sjá lista hér fyrir neðan). Sennilega er þetta eldgömul hefð, sem gæti átt uppdrög sín langt áður en tungumálin fóru þróast, og mannskepnan notaðist við frumstæð hljóð til að hafa samskipti. Furðulegt að þessi hefð hafi ekki dáið út, þar sem svo margar aðrar mun yngri hefðir í dönsku máli hafa fallið úr gildi og jafnvel heilu orðin.
En hér kemur þessi listi yfir hin ýmsu dýranöfn á dönsku:

Bu-ko/Mu-ko
Vov-hund
Pip-fugl
Mæh-lam
Pruh-hest
Øf-gris
Brumbasse (Humlebi)

Taka vil ég fram, að svínin í Danmörku segja "øf" (ísl.framb. "uf"). Síðasta orðið er ekki samansett orð eins og hin (hljóð+dýrategund) heldur er þett hljóð+útlistlýsing. Orðið "basse" er oft notað í samhenginu grissebasse (tillaga að þýðingu: gríshlunkur). Og orðið "brum" þýðir í rauninni suð, eða stöðugt hljóð. Það er líka notað yfir það fólk sem ekki geta haldið laglínu, heldur syngja bara allt á einum tóni, "en brummer".

Já, það er margt skrýtið í danskhausnum.

p.s. ég er ennþá að reyna að innleiða hið frábæra "danska" orð "ameloså" í danska tungu. Þeir eru ekkert sérlega viljugir að taka inn nýyrði hérna, en ég reyni.

Engin ummæli: