13.7.07


Gelato
Ís, í eintölu, heitir gelato á ítölsku. Í fleirtölu gelati.
Ítalskur ís, er ekki bara hvítur, bleikur eða blandaður (sagt afar hratt og óskýrt af súrri afgreiðsludömu). Onei! Ísinn ekki eins feitur og venjulegur ís, því hann er gerður úr mjólk, en ekki rjóma. En Ó hvað hann er góður! Svo í góðum ísbúðum geturðu eytt c.a. 15 mínútum í að velja þér bragðtegund...tja eða bara koma oft og smakka þær allar. Svo er ísinn ekki bara "hollari" en venjulegur ís, hann er mýkri og léttari í sér. Eini hönnunargalli er að ísinn bráðnar fljótt.
Við áttum okkar ísbúð á il Campo, ráðhústorgið í Siena. Torgið var eins og pizzasteinn í ofni, hitað af sólinni, og þegar við komum niður á torgið, á kvöldgöngu, var svo gott að kaupa sér einn ísbikar, og sitja á heitu torginu og horfa upp í stjörnurnar.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

mmm, ítalskur ís. Get ekki beðið. Sérstaklega melónuís.

Reyndar fæst alveg þokkalegur ítalskættaður ís í Kringlunni, uppi á Stjörnutorgi. Varð ekkert smá ánægð að uppgötva það.

Stefán Arason sagði...

Mínir bragðlaukar eru yfirleitt ekkert sérlega hrifnir af ávaxtabragði, nema þá þegar um alvöru ávexti á í hlut. Þannig að melónuísinn prófaði ég ekki. En kaffi, karamellu, pistasíu, panna cotta, vanillu, stracciatella, súkkulaði osfrv. voru prófaðir.
En ég lofa þér, Hildigunnur, að í næsta skipti sem ég hitti á ítalska ísbúð, þá bragða ég á melónuísnum ;-)

Guðrún sagði...

hmmm... ég er nokkuð viss um að í í eintölu heiti gelato á ítölsku...

Stefán Arason sagði...

Þú hefur 100% rétt fyrir þér Guðrún, þetta var bara innsláttarvilla. Hér með er þessi málfræðiruglingur leiðréttur.

Nafnlaus sagði...

Klukk :)
Guðný