5.6.07

Tónleikatilkynning
Á fimmtudaginn næstkomandi, 7. júní, kl.19.30 verða haldnir tónleikar í Safnaðarheimilinu í Neskaupstað.
Fram kemur dansk/norska Tríóið SAUM.
Á efnisskránni eru ýmis verk frá ýmsum tímabilum tónlistarsögunnar. Eitthvað fyrir alla.
Einnig frumflytja þau verkið "Fangin augnablik" eftir norðfirðingana Stefán Arason (tónskáld) og Stefaníu G. Gísladóttur (ljóðskáld).

Ekki láta þennan frábæra listviðburð framhjá þér fara!

Engin ummæli: