3.6.07


Framundan
Á miðvikudaginn fer ég í orgelpróf. Að öðru leyti er ég búinn í prófum, og sumarið er framundan.

Hvað ætla ég svo að gera í sumarfríinu, spyrjið þið kannski lesendur góðir. Á fimmtudaginn held ég af stað til þess mæta lands Ítalía. Ég, Stina og vinkona okkar Ulla, ætlum að búa í 3 vikur í Siena. Þær ætla að læra ítölsku á námskeiði og ég ætla að læra ítölsku af ítalskri uppskriftabók, sem ég ætla að fá mér þarna niðurfrá.
Við erum búin að fá íbúð til leigu á meðan við erum þarna, og svo erum við búin að leigja út okkar íbúð hérna í Kaupmannahöfn.
Þetta gerist ekki betra. Eða jú annars! Flugmiðinn fram og til baka kostaði undir 10.000 ísl. kr.
Þegar við erum búin að búa í 3 vikur í Siena, þá ætlum við að færa okkur niður á einhverja strönd, og búa eina viku í tjaldi.

Ég hlakka til.

2 ummæli:

Unknown sagði...

Ég tel mig vera þokkalega reyndan tjaldútilegumann innan lands sem utan þar sem ég hef tjaldað m.a. á Eyjabakka- og Drangajökli, Þjórsárdal og Fannardal ásamt því að hafa haft aðsetur í tjaldi í Barcelona, London, Verona og Vín þá get ég alls ekki mælt með því að leita niður á sólarströnd til að tjalda - það er vægast sagt óbærilegt að sofa í tjaldi í 30 stiga hita og þar yfir.
Ég get hins vegar alveg mælt með því að ferðast aðeins upp í fjöllin á suðlægum slóðum og sofa þar í notalegum íslenskum sumarhita - 1000metra hæð og yfir er mátulegt.

Stefán Arason sagði...

Takk fyrir ráðið, kæri vinur.
En tjaldið okkar er þannig útbúið, að maður tekur bara himininn af, og þá er mýnet þar undir, svo þú getur fengið eins mikið "kalt" loft inn og þú vilt, og horfir upp í stjörnurnar.
Við vorum í þessu tjaldi á Spáni í fyrra, og höfðum það fínt, líka niður við sjó.