27.6.07

Hann a ammaeli i dag!
Eg ryf thessa netlthogn til thess ad lata ykkur vita af thvi ad eg, Anna Gudlaug og Oli Magg fyrrv. bekkjasystkini min, Hafdis og Kristin Gyda fraenkur minar og Oskar smaladrengur eigum oll afmaeli i dag.

Eg oska okkur ollum til hamingju med daginn!

Annars nenni eg ekki ad skrifa a italsk lyklabord meira, svo eg afthakka blom og kransa hedan fra Siena.

Stefano, afmaelisbarn.

6.6.07


Arrivaderci!
Þá er síðasta prófið búið, og ég komin í formlegt sumarfrí (fyrir utan að ég þarf að skila af mér einu gítar/sópran-stykki eins fljótt og auðið er).
Þannig að nú er það bara Siena og restin af Toscana sem býður. Og svo náttúrulega jómfrúarferð nýs Trangia-"eldhúss" (takk mamma og pabbi!).

Lýsi yfir blogghléi fram í júlí.

Ciao!

5.6.07

Tónleikatilkynning
Á fimmtudaginn næstkomandi, 7. júní, kl.19.30 verða haldnir tónleikar í Safnaðarheimilinu í Neskaupstað.
Fram kemur dansk/norska Tríóið SAUM.
Á efnisskránni eru ýmis verk frá ýmsum tímabilum tónlistarsögunnar. Eitthvað fyrir alla.
Einnig frumflytja þau verkið "Fangin augnablik" eftir norðfirðingana Stefán Arason (tónskáld) og Stefaníu G. Gísladóttur (ljóðskáld).

Ekki láta þennan frábæra listviðburð framhjá þér fara!

3.6.07

Á 11. stundu
Á þeirri ríkisreknu sjónvarpsstöð DR2, er frábær þáttur sem kallast Den 11.time. Þáttur þessi fer í loftið kl.23 á mánu-, þriðju-, og miðvikudags kvöldum. Stjórnandi þáttarins er Mikael Bertelsen. Þættinum er varpað beint úr sjónvarpssal.
Bertelsen þessi hefur stjórnað ýmsum svona kvöldfréttatímum í gegnum tíðina, og er hreint út sagt snillingur í sínu fagi.
Ef ég ætti að finna hliðstæðan sjónvarpsþátt á Íslandi, þá má blanda saman fréttum Baggalúts og Ekki fréttum saman við huggulegheitin hjá Jóni Ólafs, svo í bland við menningarþætti á borð við Litróf (sem er sennilega ekki lengur til í íslensku sjónvarpi).
En s.s. maðurinn er snillingur í að taka viðtöl, með öðruvísi hætti. Þættirnir hans eru mjög svo spunakenndir, og það mega alveg koma langar pásur inn á milli. Þættirnir eru yfirleitt sprenghlægilegir. Svona húmor sem ekki er "prump, kaka í andlitið" húmor, heldur afar hæglátur, en hnitmiðinn húmor.
En hérna fyrir neðan getið þið séð það besta viðtal við stjórnmálamann sem ég hef séð.
Viðmælandi Bertelsens er Morten Messerschmidt, sem er ofarlega á lista í Dansk Folkeparti. Flokkur þessi vinnur aðallega í því að koma innflytjendum úr landi, og vill halda Danmörku sem dönsku landi. Meðlimir þessa flokkst eru s.s. hvítir danir, sem borða svínakjöt og búa flestir úti á landi, í litlum bæjum...þar sem þeir sitja og naga sitt flæskesvær.
Nýlega var Morten þessi í Tívolí, að borða á einum veitingastaðnum þar, og við það tækifæri fannst honum tilhlýðilegt að lofa Hitler, og fór að syngja Nazista söngva o.fl. í þeim dúr. Þetta var náttúrulega mikill skandall í dönskum fjölmiðlum, og var honum sagt úr flokknum um tíma, en var tekinn inn aftur fyrir ekki svo löngu. Í þessu viðtali tekst Bertelsen að vaða yfir Mortn, með þeim frumlegasta hætti sem ég hef nokkurn tíma séð í sjónvarpi. Að hugsa sér að geta sagt við viðmælanda sinn "Og hvernig lýsir svo þessi flokkur sér, þú hægrisinnaða svín?" án þess að blikka auga!
En þess ber að geta að þetta viðtal er ekki úr þáttunum á 11. stundu, heldur úr annari þáttaröð sem hann gerði.
Ef þið hafið áhuga á að sjá þættina, Den 11.time, þá er það mögulegt á heimasíðu þáttarins.


Framundan
Á miðvikudaginn fer ég í orgelpróf. Að öðru leyti er ég búinn í prófum, og sumarið er framundan.

Hvað ætla ég svo að gera í sumarfríinu, spyrjið þið kannski lesendur góðir. Á fimmtudaginn held ég af stað til þess mæta lands Ítalía. Ég, Stina og vinkona okkar Ulla, ætlum að búa í 3 vikur í Siena. Þær ætla að læra ítölsku á námskeiði og ég ætla að læra ítölsku af ítalskri uppskriftabók, sem ég ætla að fá mér þarna niðurfrá.
Við erum búin að fá íbúð til leigu á meðan við erum þarna, og svo erum við búin að leigja út okkar íbúð hérna í Kaupmannahöfn.
Þetta gerist ekki betra. Eða jú annars! Flugmiðinn fram og til baka kostaði undir 10.000 ísl. kr.
Þegar við erum búin að búa í 3 vikur í Siena, þá ætlum við að færa okkur niður á einhverja strönd, og búa eina viku í tjaldi.

Ég hlakka til.