22.5.07


Svinet er landet
Þessa fyrirsögn sá ég á risastóru auglýsingaskilti um daginn. Meðfylgjandi mynd var af teiknuðu svíni, sem var í fallhíf.
Þrátt fyrir myndina þótti mér fyrirsögnin virka tvímælis. Svínið er lent, eða svínið er landið. Hið síðarnefnda er nefnilega töluvert rétt.
Í gegnum aldirnar hafa danir haft mikla svínarækt, og þeir elska svínakjöt. Jólin eru ein stór svínahátíð. Og að sjálfsögðu nýta þeir allt svínið. Þeir borða besta kjötið, í einhverskonar mynd. Þeir taka heilmikið af fitunni, ásamt smá kjöti, troða því upp í hreinsaða þarma svínsin, reykja, og kalla svo spægipylsu. Þeir búa til svínasultu, sennilega úr kjötinu á hausnum á þeim. Ég hef séð svínahala liggja í kælinum í stórmörkuðum. Hef ekki hugmynd um hvað þeir gera við hann. Þeir þurrka eyrun og selja sem hundamat. Og svo til að kóróna nýtnina, þá taka þeir húðina af svíninu, ásamt tilheyrandi fitu, skera hana í strimla og sjóða aðeins. Þarnæst er vatnið síað frá og húðinni blandað við mikið magn af salti. Þá er þetta sett inn í ofn og steikt við háan hita í 25 mínútur. Eftir það er fitan aðeins látin drippa af, og værsgo! þú ert kominn með flæskesvær, sem er einskonar snakk. Bragðast ágælega, er ógeðslega feitt (jú er bara söltuð svínafita), og er vinsælt á meðal þeirra sem eru fastakúnnar á einhverri kránni. Sumir fá sér flæskesvær í staðinn fyrir salthnetur, með bjórnum.
Gaman að þessum dönum.

Í gær fór ég í söngpróf í skólanum mínum, kirkjutónlistarskóli Sjálands. Ég hef ekki fengið neina kennslu frá þeim í söng, þar sem ég sagðist hafa ágætis söngkennara hérna heima (Stina er með söngkennarapróf). Ég nýtti mér þann lúxus að sjálfsögðu bara einu sinni, en það hlýtur að hafa haft svona líka fínan árangur, því ég stóðst prófið með glans. Prófdómarinn sagði, mest í djóki, að þetta próf mitt væri skömm fyrir skólann, því það sannaði að maður þyrfti ekki að fá kennslu í fögunum, til að ná prófunum.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

flæskesvær er godt :)

Nafnlaus sagði...

Jeg sagde ikke noget om det var godt eller dårligt...jeg kan faktisk godt lide det, men min kæreste synes jeg ikke skal spise det. Underligt! :-)

Daníel Arason sagði...

Til hamingju með prófið. Náði ekki að svara smsinu um daginn því ég átti ekki inneign.

Kveðja, Eskifjörður

Stefán Arason sagði...

HAHAHAHA! Frábært að geta sent kveðju frá heilum bæ. Fæ ég líka smá bræðslulykt með? :-)