7.5.07

Nýjir verkir
Þá er ég búinn að semja og skila af mér verkinu "FANGIN AUGNABLIK".
Þetta eru nokkrir örkaflar fyrir flautu, gítar og mezzosópran, pantað af tríóinu SAUM. Þau eru að fara á tónleikaferðalag um norðurlöndin, m.a. til Íslands, og vildu fá verk eftir mig með. Þau ætla að halda tónleika í Neskaupstað, mínum heimabæ.
Sökum þessa fannst mér upplagt að semja tónlist við ljóð eftir norðfirska ljóðskáldið Stefaníu G. Gísladóttur, oftast þó kennd við Seldal.
Spennandi að sjá hvort Norðfirðingar mæti á tónleikana. Nánari auglýsing kemur síðar.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju :)

kv.
Þóra Marteins

Stefán Arason sagði...

takk!

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir síðast - virkilega yndilsega frábært að hitta ykkur sköturnar. Hlakka til að heyra verkið þitt flutt hér í Nesk !
Og hlakka til að hitta ykkur í sumar aftur !
Þín systir

Stefán Arason sagði...

Sömó elsku systir!