28.5.07


Mr. Curly and the Roll On's Grand Oslo tour
Fyrr í vor/vetur var kóramót íslenskra kór erlendis haldið hér í Kaupmannahöfn. Um þetta kóramót skrifaði ég á sínum tíma. Á þessu móti var m.a. Ískórinn frá Osló. Það er bassahallæri í kórnum og þau vantaði líka meðleikara. Ég skaffaði þeim 2 bassa úr Stöku og svo sjálfan mig sem meðleikara.
Þeim líkaði svo þessi aðstoð að þau pöntuðu sama skammt á vortónleikana sína, sem voru svo haldnir síðasta laugardag í Osló. Tónleikaprógrammið hjá kórnum samanstóð af hinum og þessum dægurlögum.
Það var ekki nóg með að þau flugu inn 3 aðila frá Kaupmannahöfn til að vera með, heldur fengu þau til sín, frá Íslandi, kontrabassaleikarann Borgar og svo söngdívúna Diddú.

Tónleikarnir heppnuðust ágætlega. Ég spilaði til skiptis á píanó eða harmóníku, bæði þegar Diddú söng einsöng, og þegar kórinn söng, annaðhvort einn eða með Diddú. Ég hafði í nógu að snúast. Sem betur fer spilaði Borgar einnig með í flestum lögunum, svo það létti aðeins á mér.

Íbúðin sem við bjuggum í var eitthvað sem ég gleymi aldrei, eða öllu heldur útsýninu úr henni. Íbúðin var á 8. hæð og með útsýni yfir Osló. Íbúðin var einnig búin prýðindis svölum. Það voru engar gardínur í íbúðinni, né myndir á veggjum, svo það var bara Osló sem maður hafði fyrir augum sér. Ótrúlega flott að sofna með þessa fallegu borg innrammaða fyrir framan sig, og svo vakna við sólbaðaða Osló. Fallegt.

Við félagarnir í bandinu "Mr. Curly and the Roll On´s" höfum hérmeð ákveðið að bjóða upp á svona þjónustu um allan heim. Þið bara hringið ef ykkur vantar söngmenn í kórinn ykkar.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta líst mér á. Karlinn bara orðinn útflutningsvara!

Nafnlaus sagði...

Frábært nafn á bandinu. Ég mun biðja til Guðs að það fari ekki að vaxa hár á hausnum á ykkur rollóonum og að Curly wurly haldi sínum hlut.

Stefán Arason sagði...

Varir útfluttar, og hlutverkaskipan verður sennilega alltaf sú sama.