21.4.07

Nútíminn er trunta
Ég fór á smá YouTube tripp áðan og skoðaði ýmis myndbönd með gömlum og góðum hljómsveitum. Þar ber að nefna Queen, Deep Purple, Focus, E.L.P, Saga ofl.
En ég bara varð að sýna ykkur þetta myndband með Gentle Giants. Ég náði aldrei að verða eitthvað hugfanginn af þeim, en bróðir minn hlustaði töluvert á risana, og ég hreifst af plötuumslögunum þeirra.
Þegar ég horfði á þetta myndband þá fór ég að velta því fyrir mér hversu langt þeir myndu eiginlega ná í Idol, Rockstar og hvað allar þessar keppnir nú heita. Þeir eru nefnilega ekkert sérstaklega hæfileikaríkir miðað við stjörnur dagsins í dag...
Ath. þið verðið að sjá allt myndbandið!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

...snilldd...hvítar smekkbuxur...
framkallar bros

Stefán Arason sagði...

þeir voru smekklegir í tauinu drengirnir.