1.4.07


Apríl göbb
Er orðið "gubb" (það sem maður ælir) borið fram "göbb" ef maður er flámæltur?

Ég nenni ekki að gabba ykkur í dag, þannig að þið megið bara velja aprílgabb dagsins úr eftirfarandi staðreyndum. Ath. það er einvörðungu eitt gabb í eftirfarandi lista.

a) Í dag mun ég syngja Jóhannesarpassíuna, þó ekki aleinn.
b) Í dag mun ég stjórna flutningi á Jóhannesarpassíunni e. J.S. Bach.
c) Í dag var búið að koma fyrir stórum elgshaus, í predikunarstólnum, í kirkjunni sem ég syng í.

Njótið dagsins. Vonandi er vorið eins fallegt hjá ykkur og það er hjá mér.

2 ummæli:

Ólafur Ögmundarson sagði...

Kæri Stefán,
opinber afsökun hefur verið birt á blogginu mínu!!!

Nafnlaus sagði...

Jæja minn kæri......er ekki komin tími á að blogga smá ?
Þetta er orðið gott aprílgabb hjá þér og með hækkandi sól þá væri gaman að fá nokkur orð frá þér.
Svo á hann karla faðir okkar afmæli í dag og er orðin löggilt gamalmenni ;o)