30.3.07

Vorið góða, grænt og...
...hlýtt?

Trén eru í óða önn við að klæða sig í ljósgræna jogginggallan og gera sig klár til að hlaupa út í sumarið.
Nema trén sem eru farin að blómstra bleikum blómum. Ég man ekki hvað þau heita, en mikið eru þau nú falleg.
Ég gæði mér á kalamata ólífum og sýp á indælu hvítvíni.
Það eru yndislegir tímar framundan.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hello mand!
Kirsuberjatré?
-Ingibjørg

Stefán Arason sagði...

Já en þessi bleiku blóm á trjánum sem ég er að tala um eru ekki þessi litlu fíngerðu (kirsuberjatrén, sem blómstra líka hvítu), heldur þessi stóru, sem eru eins og túlípanar. Eru það líka kirsuberjatré?