25.3.07


Útlendingar mergsjúga danska ríkiskassann!
Já, þetta er sláandi fyrirsögn. En þessi iðja hefur lengi verið í heiðrum höfð. Danir eru bara svo gjafmild þjóð.
T.d. kom ég hingað fyrir 6 árum (shit! eru þau virkilega orðin svona mörg...) og fór beint inn í danskan ríkisrekin skóla. Ég þurfti ekki, frekar en aðrir nemendur, að borga skólagjöld. Ég er þakklátur og hef í hyggju, og er þegar byrjaður á, að borga minn skatt til danaveldis.
En vindum okkur að aðalefninu.
Hér í borg er ríkisrekinn skóli, sem menntar fólk í óperusöng. Skóli þessi heitir því frumlega nafni Opera Akademiet (óperu akademían, skammstafað héreftir OA). Skóli þessi er til húsa í nýju óperunni hans Maersk, úti á Hólma, og að hluta til í Konservatoriet.
Undanfarna daga hefur verið töluverð umfjöllun um þennan merka skóla, því það eru afar fáir danir í þessum skóla. En aftur á móti er hann fullur af norðmönnum og svíjum. Norðmenn eiga 50% nemenda fjölda í OA. Þessi tölfræði vakti áhuga norðmanna og norska sjónvarpið, NRK1, kom hingað til að kanna þetta mál, og fjallaðu um þetta í fréttum í sínu heimalandi.
Nú spyrjið þið sennilega, hversvegna það eru svona fáir danir í skólanum. Því er erfitt að svara, en eru margar kenningar á lofti. Sennilega er þetta bara sambland af mörgu. Ein kenningin er á þá leið að danir séu búnir að missa söngmenninguna niður á eitthvað lágkúrulegt popp-plan, þar sem allir eiga að vera í einhverju Singstar, Idol, Scenen er din osfrv. sem snýst um allt annað en að syngja (meira að vera "sérstakur" sem þessir keppendur náttúrulega fæstir eru). Önnur kenning er að sönguppeldi í skólum sé lélegt. Sú þriðja snýst um að danir eru svo mikið jafnréttisfólk, að allir eiga að vera jafnir svo ótrúlega jafnir að loksins þegar einhver sýnir hæfileika í einhverju, þá sé reynt að gera sem minnst úr því, og alls ekki hampa viðkomandi, og fleyta honum áfram á hærra svið. Þetta einkennir líka íþróttalífið hef ég heyrt. Allir eiga að hafa rétt á að vera með. Fjórða kenningin er á þá leið að danska tungumálið sé svo flatt, og valdi miklum tæknilegum vandræðum þegar fara á að syngja (þeas. í "klassískum" eða óperu söng). Þeas. danskir söngvarar þurfi að hafa meira fyrir söngtækninni en þeir söngvarar sem hafa hin "syngjandi" tungumál (norska, sænska, ítalska ofl.) sem móðurmál.
Þetta er sennilega allt saman gott og gilt. Hrærum öllum þessum kenningum saman, og þú ert komin með svarið.
Því færi ég ykkur stolltur þær fréttir, að eini danski nemandinn í OA á næsta ári, og þá meina ég eini danski nemandinn af öllum 3 árgöngunum, er kærastan mín. Hún mun hefja nám í OA næsta vetur, ásamt hinum 6 sem voru valin af c.a. 80 umsækjendum.
Þetta þýðir að við munum að öllum líkindum eiga heima í Kaupmannahöfn næstu 3 árin og að jafnvel munuð þið eiga það á "hættu" að rekast á nafn Stinu í hlutverkalista Konunglegu Óperunnar í Kaupmannahöfn.
Á myndinni hér að ofan er hin umrædda danska söngkona að heilla lýðinn, ásamt forsöngvara dönsku hljómsveitarinnar TV2.

6 ummæli:

Unknown sagði...

Til hamingju með söngfuglinn. Þetta er glæsilegur árangur og enn betra er auðvitað að hún er sérlegur Íslandsvinur. Það skiptir alltaf mestu máli þegar fólk er (eða verður bráðum) frægt.

Stefán Arason sagði...

Það er eiginlega Íslandi að þakka að hún náði inn, því hún fékk að hita sig upp í Jónshúsi, sem er eign hinnar Íslensku þjóðar...

Nafnlaus sagði...

Gaman að finna þig á blogginu!

Þóra sagði...

Nýtt blogg hefur verið stofnað. tonskald.wordpress.com Vertu velkomin á nýja heimilið :-)

Og til hamingju með Stinu :-D

kv.
Þóra Marteins

Nafnlaus sagði...

Gratúlera! Stórglæsilegt :) Du må hilse Stine!

Nafnlaus sagði...

Þetta var Guðný með síðasta komment... Hemm...