13.3.07


Á skyrtunni
Í gær tók vorið sig til og hreiðraði um sig í görðum landsins. Blómin útsprungin á hraðri uppleið og brumið komið á trén. Himininn er heiður og hár. Ljúft líf.
Ég gat því sent sms heim og sagt mömmu að ég væri úti "á skyrtunni". Það er ekki hægt að segja í DK. Maður getur ekki verið úti "på skjorten". Maður getur yfirleitt ekki verið "på skjorten" nema maður sitji á skyrtunni. En íslenskan leyfir manni svona lagað. Næs.

Framundan er tónsmíð fyrir gítar og sópran. Eindagur 1. apríl. Ég er ekki byrjaður, en þó búinn að finna ljóðið. Þaráeftir er verk fyrir sópran, flautu og gítar. Heldur ekki byrjaður á því. Eindagi 1. maí.

Og svo að gömlu fréttunum. Systir mín sat á Alþingi um daginn, sem varamaður fyrir Valgerði Sverrisdóttur. Hún hélt ræðu, sem ég sá á netinu, og hún sat í nefndum og ég veit ekki hvað. Ég er afar stolltur af að eiga svona klára systur!

Ég er byrjaður í líkamsrækt. Staka, kórinn sem ég stjórna, átti pening sem þeim fannst að ég ætti að fá, þar sem ég fæ ekki föst laun frá þeim. Fallega hugsað af þeim. Ég eyddi peningnum í árskort í ræktina, sem er í 3 mínútna labbitúr héðan frá íbúðinni minni. Nú mæti ég í ræktina annan hvern dag að jafnaði og mér líður svo miklu betur en áður. Það er orka í mér allan daginn og heilsufarið almennt betra.
Ræktin mín bíður upp á ýmsa hópatíma, og fór ég í jóga í morgun. Ég var eini maðurinn í þessum tíma. Ég er viss um að stelpurnar hugsuðu annaðhvort "hann er laglega gay hann þessi" eða "hvern djöfull er þessi gæji að koma í jóga? Hann er sennilega bara hérna til að glápa á stelpur í þröngum líkamsræktarfötum". Ég valdi að ýta undir seinni hugsunina, af þeirri ástæðu einni að ég er gagnkynhneigður, og rak við þegar ég kom inn í salinn og klóraði mér í pungnum.
Þetta var stórskemmtilegur tími. Góð tilbreyting frá lóðum og eurotrash tónlistinni, sem ég þarf að yfirgnæfa með iPóðanum mínum.

Farið vel með ykkur og aðra.

Kær kveðja,
Stefán, sem er ennþá í Þjóðkirkjunni.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú verður orðinn strangheiðinn fyrir næsta sigurblót (sumardaginn fyrsta).

Jón Knútur.