20.3.07

Sjokk
Ég er nýbyrjaður í ræktinni. Það er voða gott. Gott að lyfta lóðum. Maður fyllist af orku og þægilegheitum.

Í gær var ég svo í ræktinni, og var nýbúinn með prógrammið mitt, og var að teygja á mjólkursýruþöndum vöðvunum. Tók ég þá eftir stúlku einni, í hvítum jogginggalla. Það var eitthvað skrýtið við þessa stelpu. Ég þurfti allaveganna aðeins að virða hana fyrir mér ég meðan ég teygi á. Hún var svolítið sjúskuð. Hún var úfin, en þó með tagl, og húðin var svona innilega fölgrá (ekki innilega heldur inni-í-húsi-lega).
Ég velti þessu ekki meira fyrir mér og fer í bað.
Það er gott að fara í bað í ræktinni minni. Svo er líka sauna þar. Algjör lúxus í þessu landi.
Ég þvæ mér í framan, og þegar ég er að skola sápuna úr andlitinu og opna augun þá bregður mér ekkert lítið. "Stelpan" gengur inni í baðklefann, og "hún" er allt öðrum græjum búin en ég átti von á. Aftur varð ég að virða "hana" fyrir mér, svona til að átta mig.
"Furðulegur kaupfélagsstjóri!"

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú hefur sennilega verið að upplifa danzkan ladyboy

Stefán Arason sagði...

sennilega...