19.3.07


Kóramót
Á laugardaginn var kóramót íslenskra kóra í útlöndum. Kórarnir 3 hér í Kaupmannahöfn (Kvennakórinn, Kirkjukórinn og Staka) voru gestgjafar. Alls voru kórarni 9 sem tóku þátt, hátt í 150 manns.
Dagurinn var frábær í alla staði.
Um morgunin æfðum við þau lög sem kórarnir áttu að syngja sameiginlega, og eftir hádegismat sem kom frá Noma (veitingastaður með 2 Michelin stjörnur), æfði hver kór fyrir sig í kirkjunni þar sem tónleikarnir voru síðan haldnir kl.17.
Allt gekk þetta afar smurt fyrir sig, enda var búið að skipuleggja mótið vel.
Tónleikarnir voru þannig uppbyggðir að hver kór söng sitt prógram og svo sungu allir kórarnir saman undir lokin. Tónleikarnir enduðu svo á þjóðsöngnum, þar sem ég var þess heiðurs aðnjótandi að fá að stjórna honum. Það er upplifun að stjórna 150 manna kór, skipaður íslendingum sem búa í útlöndum, að syngja Lofsönginn.
Eftir tónleikana var svo heilmikil veisla, með góðum mat og drykk, og þeirri bestu dansmúsík sem ég hef dansað við lengi. "Dagurinn" endaði svo kl.04.30.
Sunnudeginum eyddi ég svo á kóræfingu, þar sem Jóhannesar Passían var æfð.
Ég var oggulítið þreyttur í gærkvöldi.

Engin ummæli: