15.3.07


Eldri systkini
Að eiga systkini er góð skemmtun.
Að eiga eldri systkini eru forréttindi. Þeirra forréttinda er ég svo gæfulegur að njóta.
Afhverju eru það forréttindi? Jú, sjáðu til, þau eru mikilvægur liður í að móta þá braut þú velur þér í lífinu, alveg eins og foreldrar og aðrir nákomnir. Þau geta hjálpað þér með skólaval, námsval, fyrstu alvöru ástina, fyrsta fylleríið, að skilja foreldrana osfrv.
Ég er svo heppin að vera yngstur í mínum systkinahópi. Bróðir minn Daníel er elstur, svo kemur Svanhvít og svo kem ég sem örverpi.
Systkini mín hafa mótað mig á marga vegu, en eitt er það þó sem þau hafa komið hvað mótað mest, en það er tónlistarþekking mín.
Nú erum við að tala um popptónlist aðallega. Og þá aðallega popptónlist frá 9.áratugnum.
Það er sökum þeirra að ég þekki allar Queen plöturnar ansi vel, og að ég geti raulað fyrstu frasana í trommusólóinu á SAGA "live transit" plötunni, að ég söng fullum hálsi með laginu "Be Good Johnny" með ástralska bandinu Men at Work. Það er einnig þeim að þakka að ég þekki skemmtileg tóntegundaskipti hjá Nick Kershaw og veit hvað forsöngvari Duran Duran heitir. Svona má lengi telja.
En það er eitt sem ég náði ekki að smitast af þeim, fyrr en nú, en það er áhugi á tónlist Kate Bush. Bróðir minn hlustaði mikið á Bush á sínum tíma, og átti diska með henni og videospólur. Ég fattaði alls ekki þessa músík, eða öllu heldur höfðaði hún ekki til mín. Var sennilega of "mjúk".
Kate Bush er merkilegt fyrirbæri í poppsögunni, og sögu hennar ætla ég ekki að rekja hér. En aftur á móti þá keypti ég nýjustu plötuna hennar um daginn, sem eru í rauninni 2 skífur, og ég er algjörlega heillaður. Frábær plata. Platan er afar frumleg og margar stórsniðugar hugmyndir á henni, bæði hljóðlegar og textalega.
Því mæli ég eindregið með því að þið fjárfestið í plötunni, sem ber nafnið Aerial og kom út 2005.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég hlustaði á plötuna Lionheart með KB í gær á leiðinni frá Eskifirði til Bofrastar. Þú skalt kaupa þér fyrstu plöturnar hennar og góðan heddfón og stilla í botn.
Kate Bush er bara snillingur, þvílík rödd og píanóleikur. Og tónsmíðar hennar eru bara snilld, útsetningarnar, hljóðfæraleikurinn og raddsetningarnar eru ekki af þessum heimi.
Ef ég mætti bara hlusta á einn geisladisk það sem eftir væri kæmi einn af 3 fyrstu diskum KB sterklega til greina.

Þú ert semsagt að þroskast með aldrinum, frekar seint samt.

Kveðja, Daníel.

Nafnlaus sagði...

Svo er hún ekkert ljót.

kv, Daníel.

Nafnlaus sagði...

skoðaðu www.katebush.com

flott síða
daníel

Stefán Arason sagði...

Var búinn að skoða þessa síðu.

Ég þarf að komast yfir hinar plöturnar. Held að Stina eigi 1.plötuna hennar.

Tja þroskast...sú músík sem ég hef verið umvafinn undanfarin ár þarfnast nú mun meiri "þroska", en KB þarf, svo kannski er ég bara að verða gamall, sem er jú öfugur þroski :-)

Nafnlaus sagði...

Stebbi minn, þú hefur alltaf verið gömul sál í ungum likama....