14.2.07

Ný jakkaföt, sama röddin
Kæru lesendur

Nú hef ég tekið upp nýtt útlit á þessu netli mínu. Sökum þessa hef ég fengið nýtt athugasemdakerfi, sem verður vonandi þægilegra að nota. Það er allaveganna þægilegra fyrir mig.
Ég á eftir að setja inn fleiri hlekki, þannig að ekki svekkja þig alveg strax á því að ég hafi ekki hlekkjað á þig. Þetta kemur allt með kaldavatninu.
Ég vona að þið kunnið vel við ykkur í þessu nýja umhverfi.

Ykkar einlægur,
Stefán Arason, alls ekki hversdags, en oftar suma daga en aðra.

1 ummæli:

Stefán Arason sagði...

Virkar þetta kerfi?