22.2.07

Kaos!
Í Danmörku hefur verið algjört kaos undanfarin sólahring. Það liggur nefnilega snjór á jörðinni. Svo mikill snjór að það hafa myndast skaflar á stöku stað. Umferðin er í lamasessi og skólar gefa frí.
Það sem hefur komið mér mest á óvart er að það hafa 2 þök hrunið niður. Þetta eru þök á stórum braggahöllum, eins og mörg íþróttahúsin eru heima á Íslandi.
Ótrúlegt að það megi byggja svona drasl!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Agalegt ástand hér í þessu landi, ég þurfti að húkka mér far í vinnuna í morgun því enga strætóa var að fá og svo fengum við engan hádegisverð því sendillinn sat fastur í skafli!!!
Í þessum töluðu orðum er Skúli úti að skafa bílinn, í þeirri veiku von að það verði fært um götur bæjarins á morgun! Danmörk og snjór fara illa saman!

Nafnlaus sagði...

Híhí, var að tala við tvær danskar í dag sem töluðu mikið um að í þau fáu skipti sem kæmi snjór í París færi allt í rugl og enginn réði við neitt! Þær ættu að heyra í Íslendingunum í Danmörku!

Stefán Arason sagði...

Já, þetta er svolítið skemmtileg goggunarröð. Íslendingarnir fatta ekki snjóvesenið í DK og Danir fatta ekki vesenið í París.