8.2.07

JazzballettSkóliBáru
Meistari J.S. Bach á sér fjölmarga aðdáendur. Því miður hefur hann verið dauður í 257, þannig að þessarar hylli getur hann ekki notið þann dag í dag. En þessir aðdáendur hans, eða öllu heldur aðdáendur verka hans, finna upp á ýmsu. Tónlist JSB hefur verið flutt í rokkútgáfum, í djazzútgáfum, af lélegum amatörflytjendum, og meira að segja hef ég heyrt innganginn að Jólaóratoríunni í umskrifaðri útgáfu. T.d. var hið þekkti mótíf sem Bach skrifaði fyrir páku, og fyrir mörgum er þetta litla mótíf jólin fyrir sumum, spilað á klukkuspil, í afar háu tónsviði. Einstaklega skemmtilegt.
En s.s. margir hafa flutt tónlist JSB á marga aðra vegu en meistarinn hafði hugsað sér sjálfur.
Þessum flytjanda hérna hef ég heillast hvað mest af, þeas. af þeim sem hafa farið aðrar slóðir í flutningi á tónlist þessa aldna meistara.


Svo má náttúrulega ekki gleyma þessum.

Engin ummæli: