23.2.07

Þjóðararfur
Á meðan ég var að brjóta saman þvottinn, þá kveikti ég sjónvarpinu og horfði aðeins á rás 2 þeirra nágranna okkar, norðmannanna.
Þar var einhver hátíð í gangi, til heiðurs konunghjónunum.
Í byrjun þessarar hátíðar komu þjóðdansarar inn í salinn, undir heillandi fiðluleik. Svona þjóðlaga fiðluleik.
En það var ekki það sem ég heillaðist hvað mest af. Onei. Þegar hópurinn var kominn upp á svið, þá stíga 3 börn fram byrja að syngja. Og við erum ekkert að tala um svona barnaraul heldur almennilegur söngur með góðum hljóm og ég veit ekki hvað.
Svona lagað myndi ALDREI gerast í Danmörku. Fyrir það fyrsta eru danir almennt séð ekkert sérlega duglegir við að dýrka þjóðararfinn, enda ertu stimplaður rasisti um leið. Eða maður getur kannski litið á þetta frá öðru sjónarhorni og sagt að sá þjóðararfur sem danirnir dýrka er á lágmenningarstiginu. Öldrykkja, svínakjötsát og jafnvel einfaldur hugsunarháttur.

3 ummæli:

Hildigunnur sagði...

danskir barnakórar eru almennt ekki góðir, amk. (með nokkrum undantekningum að sjálfsögðu). Og verkefnavalið - maður minn! Medley úr nýlegum bíómyndum...

Stefán Arason sagði...

Svona er þetta reyndar með obbann af dönsku tónlistarlífi, þeas. "klassísku" tónlistarlífi. Það er proppfullt með poppmúsík. Rytmískir kórar, babybongorytmik, gospelkórar og stompgrúppur. Allt er þetta gott, en það er á kostnað "æðri tónlistar" sem gengur út á annað en endurtekningu.
Fæðukeðjan að konservatoriinu er afar slitrótt og léleg, sjálf konservatoriin eru hlægileg og útkoman er að útlendingar koma og taka tónlistarstöðurnar.
Sem betur fer finnast nokkrir ljósir punktar. Concerto Copenhagen með Lars Ulrik Mortensen í fararbroddi, Ars Nova, Radiobandið og kórarnir þar, Musica Ficta og náttúrulega fullt af sólistum. En í heildina séð, þá mega íslendingar vera stolltir af sínu uppeldi á tónlistarfólki.

Hildigunnur sagði...

Það erum við líka, sem þekkjum til þess. Og berjumst þvílíkt á móti pólitíkusum sem ótrauðir vilja fara út á dönsku brautina...