8.2.07

Danska
Fyrir nokkrum árum síðan sýndi norskur skólabróðir minn mér myndbrot úr norskum grínþætti. Þetta var úr þáttaröð ekki ólíkri okkar íslensku Fóstbræðrum (ekki kórnum, heldur grínistunum). Þeir voru að gera grín að döpru gengi danskrar tungu. Mér þótti þetta afar fyndið.
Svo rakst ég á þetta brot hjá Garganistanum Guðnýju (sem er farin að netla aftur) og varð að setja það inn hérna.


Þeir gerðu líka einu sinni símaat til Danmerkur, því þeir höfðu lesið í dönsku blaði að það hefði verið "kuk i computeren". Á dönsku þýðir það "að tölvan var í ólagi". Á norsku þýðir það "að það hefði verið typpi í tölvunni". Eigandi tölvunnar, eða tölvukerfisins, var TDC eða eitthvað álíka stórfyrirtæki. Svo hringdu þessir kappar í fyrirtækið, í beinni útsendingu, og fóru að spyrjast fyrir um hvernig eiginlega typpið hefði komist í tölvuna, og hversu lengi það hefði verið inni osfrv.
Þetta þótti mér líka fyndið.

Engin ummæli: