6.1.07

Viljastyrkur
Á jóladag kom móðuramma hennar Stinu til okkar í Grenå. Hress kerling að mörgu leiti, en líkaminn farinn að gefa sig, enda komin á níræðisaldurinn.
Henni leið ekkert alltof vel um jólin, var veik og kastaði upp oþh. Ég veit ekki afhverju, en ég fékk það á tilfinninguna að þetta væri í síðasta skipti sem við myndum hitta á kerlinguna lifandi.
Í gær var sú gamla svo lögð inn á sjúkrahús, eftir að hafa dottið. Það kom í ljós að hún var með myndarlegt magasár og þar að auki garnaflækju. Hún hefur sennilega fengið "2 fyrir 1" tilboð.
Börn kerlu höfðu því tvo valkosti í gærdag, að láta gefa kerlu verkjalyf og bíða þess að hún hætti að nenna þessu eða að skera hana upp. Þau völdu seinni valkostinn.
Allir bjuggu sig undir að sú gamla myndi ekki lifa þetta af, enda mikil aðgerð. Aðgerðin var framkvæmd í gærkvöldi.
Í dag var ekki hægt að stoppa kjaftaganginn í kerlu og hún heimtaði kampavín handa sér og börnunum sínum úr því hún hafði þetta af, og að sjálfsögðu fékk hún það.
Mögnuð amma!

Engin ummæli: