25.1.07

Í tilefni veturkomu

Ó, þú kæra úlpan mín!
Mikið er það nú gott að vera í þér.
Þú heldur að mér hitanum og skýlir mér við frostinu,
á meðan ég geisist um á græna Hollendingnum.


Já, vetur konungur er genginn í garð Dana, og er farinn að frysta burtu kvefpestar og hárlús. Kominn tími til. Gráminn og bleytan hingað til hefur verið einstaklega niðurdrepandi. Frostið og birtan eru einstaklega hressandi. Sundurfrostbitnar kinnar og frosið hor í nefi kæta Íslendinginn.

Síðustu helgi var amma hennar Stinu jörðuð. Aðgerðin, sem ég skrifaði um í síðasta netli, tók svo á hana, og líkaminn orðinn þreyttur og úr sér genginn, að hún dó nokkrum dögum eftir. En fram á síðustu stundu var hún eiturhress. Hún var búinn að skipuleggja heilmikla veislu, gera gestalista og ákveða hvaða dúkar ættu á borðin. Í staðinn fyrir þessa veislu var haldin vegleg erfisdrykkja.
Það síðasta sem hún sagði við hjúkrunarfólkið sem gaf henni síðustu morfín sprautuna "Ég vona að ég drepist nú ekki af þessu sem þið eruð að gefa mér!". Lífsviljinn var til staðar, en þrótturinn ekki.
Njótum nú lífsins lystisemda á meðan við getum og höfum heilsu til.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

vegna ekki:)

Unknown sagði...

ha?