1.12.06

Praktískt Par
Í haust var UNM hér í Kaupmannahöfn. Ég og Stina buðum að sjálfsögðu íslenska genginu í mat, en við áttum ekkert nægilega stórt ílát til að elda í. Allir pottarnir okkar voru of litlir fyrir svona marga í mat. Því sagaði ég af mér lappirnar og fór á stúfana að leita að potti sem hægt væri að elda mat í handa mörgum. Slíkan pott fann ég svo. Maturinn lukkaðist ágætlega. Taílenski kókoskjúklingurinn var allaveganna etinn með ágætri list.
Síðan þá hefur þessi pottur verið mikið notaður. Það er stórsniðugt að elda "simremad" (mallmat) í svona tæki. Nóg pláss fyrir allt, og ekkert slettist út á eldavélina eða gólf, eins og raunin var þegar við notuðum bara pönnu.
En þetta fullkomnaðist allt saman þegar það fór að kólna í veðri.
Við erum nefnilega með svalir. Þannig að nú þegar við eldum í stóra pottinum, þá gerum við bara stóran skammt, og svo stendur potturinn úti á svölum í kuldanum, með restunum.
Ég er nýbúinn að sækja mér t.d. chili con carne sem við elduðum í fyrradag í pottinn góða úti á svölum. Sniðugt fyrir fátæka námsmenn að hafa svona pott.

Þetta var leiðinlegt blogg.
Afsakið.
Held samt aðeins áfram.

Í gær fór ég í orgelfræðipróf, í kirkjutónlistarskólanum í Hróarskeldu. Stóð mig ágætlega, og fékk hrós fyrir góða stillingu á Regal röddinni. Regal röddin, er eins og alþjóð veit, "uafstemt" rödd. Þeas. að lengd hornsins hefur ekkert með tónhæð að segja, eins og er t.d. með Trompet röddina. Þannig að tónn Regal raddarinnar getur verið svolítið trikkí. Er ekki jafn skýr og t.d. í Trompet röddinni (er þetta ekki rétt hjá mér orgelnördar?). En þeir kapparnir voru svona líka ánægðir með stillingu mína á tóninu sem ég fékk.
Síðar um daginn fór ég í JólaTívolí. Það var ekkert nema prangur, múgur og margmenni. Jújú, jólaljósin voru falleg, en þegar maður hefur alist upp í smábæ á Íslandi, þar sem flestir húseigendur "går amok" í jólaseríuskreytingum, þá var ég ekkert að pissa í mig yfir þessu.

Engin ummæli: