14.11.06

Áhugaleysi
Ég hef engan áhuga á þessu bloggi meir. Eða öllu heldur, ég hef ekki þörf á að blogga. Áður fyrr hafði ég þörf fyrir það. Það var gaman. Mér fannst ég hafa eitthvað að segja, annað en t.d. núna. Nú hef ég ekkert að segja, nema að ég hafi ekkert að segja. Þessvegna er betur að gera eitthvað annað en að eyða orku og tíma, bæði ykkar og mínum, í að kreista uppþornaða sítrónu.

Ég hef þó eitt að segja.
Nágranni okkar syngur með þegar Stina er að æfa sig.
Hún syngur ekki bara eitthvað, heldur nákvæmlega það sama og Stina syngur. Líka upphitun og raddæfingar.
Er hún að kvarta yfir söngnum eða er hún að lauma sér inn í söngtíma, frítt?

Engin ummæli: